Og Drottinn mælti við Mósen: „Far inn fyrir faraónem því ég hefi forhert hans hjarta og so hans þénara að ég gjöri þessi mín tákn á meðal þeirra so að þú megir kunngjöra það fyrir þínum sonum og sonarsonum hvað ég hefi gjört í Egyptalandi og hvernin ég hafi auðsýnt mín teikn á meðal þeirra, að þér skuluð vita að ég er Drottinn.
Þeir Aron og Móses gengu fyrir faraónem og sögðu til hans: „So segir Drottinn, ebreskra manna Guð: Hversu lengi viltu standa í móti að auðmýkja þig ekki fyrir mér, að þú lætur ekki mitt fólk fara út héðan að þjóna mér? En viljir þú ekki láta mitt fólk fara, sjá, þá vil ég á morgun láta engisprettur koma allsstaðar svo þær hylja landið, so menn skulu eigi mega sjá jörð bera. Og þær skulu uppéta allt það sem eftir var fyrir haglinu og þær skulu éta öll græn ávaxtarsöm tré á akri og þær skulu uppfylla hús þín, allra þinna þénara og allra egypskra manna, so að hvorki þínir feður né forfeður skulu soddan séð hafa frá þeim tíma þeir fæddust á jörðina og inn til þessa dags.“ Og hann sneri sér í burt og gekk út frá faraóne.
Þá sögðu faraónis þénarar til hans: „Hversu lengi skulu vér verða hér með plágaðir? Leyfðu þessu fólki að fara so að það megi þjóna Drottni sínum Guði. Eða viltu áður so lengi reyna þetta þar til að Egyptaland er fordjarfað?“ Og Móses og Aron voru kallaðir til baka aftur inn fyrir faraónem. Þá sagði hann til þeirra: „Farið nú og þjónið Drottni yðrum Guði. En hverjir eru þeir sem að helst fara skulu?“ Móses sagði: „Vér viljum fara með ungum og gömlum, með sonum og dætrum, nautum og sauðum, því að vér eigum að halda vorum Drottni eina stórhátíð.“ Þá sagði hann til þeirra: „Já, sé so Drottinn með yður, skylda ég leyfa yður og yðar börnum burt að fara? Sjáið til, hvort þér hafið ekki vont í sinni? Ekki so, heldur þér kallmenn, farið þér og þjónið Drottni því að þar um hafið þér beðið.“ Og þeir voru útreknir frá faraóne.
Þá mælti Drottinn við Mósen: „Rétt þína hönd yfir Egyptaland eftir engisprettunum, að þær komi yfir Egyptaland og uppéti allt aldini í landinu með öllu því sem eftir var undan haglinu.“ [ Móses rétti sinn vönd yfir Egyptaland og Drottinn lét koma austanvind allan þann dag og alla þá nótt uppá landið. Og að morni færði þetta austanveður engispretturnar fram. Og þær komu yfir allt Egyptaland og féllu niður í öllum áttum Egyptalands, so mjög margar að slíkt hafði þar aldrei fyrr skeð og eigi heldur mun ske. Því þær huldu landið og það sortnaði af þeim. Og þær uppátu allt gras í landinu og allan ávöxt trjánna sem að stóð eftir haglið og þar var ekkert grænt eftir á trjánum eða grasinu á akrinum yfir allt Egyptaland.
Þá kallaði faraó Mósen og Aron fljótlega til sín og sagði: „Ég hefi syndgað í móti Drottni yðrum Guði og so yður, fyrirlátið þér mér mín misverk og svo nú í þessu sinni og biðjið Drottin yðarn Guð að hann vilji nú taka burt þennan dauða frá mér.“ Hann gekk þá út frá faraóne og bað til Drottins. Þá sneri Drottinn veðrinu og þar kom sterkur vestanvindur og hann upptók engispretturnar og kastaði þeim í Rauðahaf, so þar var ekki ein eftir í öllu Egyptalandi. En Drottinn forherti faraónis hjarta so að hann leyfði ekki Ísraelissonum burtu að fara.
Og Drottinn mælti við Mósen: „Réttu þína hönd til himins, að þar verði so mikið myrkur í öllu Egyptalandi að menn megi þreifa á því.“ [ Og Móses upprétti sína hönd til himins. Þá varð þar svo svart myrkur í þrjá daga um allt Egyptaland að enginn sá þar annan og ei heldur stóð nokkur upp af þeim stað sem hann var staddur í þá þrjá daga. En hjá öllum Ísraelissonum þar eð þeir bjuggu var bjart.
Þá kallaði faraó Mósen og sagði: „Farið héðan og þjónið Drottni, en látið alleinasta yðar naut og sauði verða eftir, yðar börn mega fara með yður.“ Móses sagði: „Þú mátt og gefa oss offur og brennifórn að offra Guði Drottni vorum. Vort kvikfé skal fara með oss so að ekki verði ein klauf eftir. Því vér munum taka af vorri eign sem þörf gjörist til Drottins vors Guðs þjónustu. Því vér vitum ekki með hverju vér skulum þjóna Drottni fyrr en vér komum til þess staðar.“ En Drottinn forherti faraónis hjarta so að hann vildi ekki leyfa þeim burt að fara.
Og faraó sagði til hans: „Far frá mér og varast að koma hér eftir fyrir mín augu, því að á hverjum þeim degi sem þú kemur í augsýn mér þá skaltu deyja.“ Móses svaraði: „Verði sem þú mælir. Ég vil ekki framar meir koma fyrir þín augu.“