Exódus. Aunnur bók Móse
Þessi eru nöfn Ísraelis sona sem komu í Egyptaland með Jakob, hver með sitt hús: Rúben, Símeon, Leví, Júda, Ísaskar, Sebúlon, Ben-Jamín, Dan, Neftalí, Gað, Asser. [ Og allar sálir sem voru komnar af Jakobs lendum, þær voru sjötygi. En Jósef var áður fyrir í Egyptalandi. Og sem Jósef var andaður og allir hans bræður og þeir allir sem lifað höfðu á þeim tíma þá fjölgaði Ísraels sonu og þeir gátu börn og jukust og urðu mjög margir, so að landið varð fullt af þeirra mannfjölda.
So kom nýr kóngur í Egyptaland, hann vissi engin deili á Jósef. [ Og hann sagði til síns fólks: „Sjáið, lýður Ísraels sona er margur og fleiri en vér. Nú vel, vér viljum þrengja þeim með kænsku, so að ei fjölgist lýður þeirra so mjög. Því að ef ófriður gjörist þá mega þeir hlaupa í lið með óvinum vorum og berjast í móti oss og fara so í burt af landinu.“
Og þar voru settir verkstjórnarmenn yfir þá, þeir eð þá skyldu kvelja með þungum þrældómi. Því að menn voru þá að byggja faraóne borgirnar Píþon og Raemses, að leggja inn í hans inntektir. En þess meir þeir pláguðu fólkið, þess meir fjölgaði það og margfaldaðist. Og þeir héldu Ísraelssonu svíundulega [. Og þeir egypsku þjáðu Ísraelssonu ómiskunnsamlega með þrældómi og gjörðu þeim þeirra líf leiðinlegt með leireltu og grjótgjörð og allrahanda verki á mörkinni og með allrahanda erfiði sem þeir lögðu ómiskunnsamlega á þá.
Og kóngurinn í Egyptalandi mælti til þeirra ebresku yfirsetukvenna, ein hét Sefóra en sú önnur Púa: „Nær þið sitjið yfir þeim ebresku kvinnum og þið sjáið í fæðingunni að þær ala sveinbörn þá líflátið þau. En ef meybörn eru þá látið þau lifa.“ [ En yfirsetukonurnar óttuðust Guð og gjörðu ekki so sem Egyptalandskóngur hafði þeim boðið, heldur létu þær sveinbörnin lifa.
Þá kallaði Egyptalandskóngur yfirsetukonurnar fyrir sig og sagði til þeirra: „Því gjöri þið það að þið látið sveinbörnin lifa?“ Ljósmæðurnar svöruðu faraóne: „Þær ebresku konurnar eru ekki líkar þeim egypsku, því að þær eru hraustar konur, og áður en það yfirsetukonurnar koma til þeirra þá fæða þær börn sín.“ Þar fyrir gjörði Guð yfirsetukonunum gott. Og fólkið jókst og varð mjög margt. Og sökum þess að yfirsetukonurnar óttuðust Guð þá byggði hann þeim hús.
Þá bauð faraó öllu sínu fólki og sagði: „Kastið öllum sveinbörnum í ána sem að fæðast og látið öll meybörn lifa.“