Og þar varð enn mikið hallæri í landinu, meira en það hallæri er áður var á dögum Abrahams. [ Og Ísak fór til Abímeleks kóngs Philistinorum af Gerar.
Þá vitraðist Drottinn honum og sagði: „Far þú ekki í Egyptaland, heldur vert þú í því landi sem eg segi þér. [ Vertu einn útlendingur í þessu landi, eg vil vera með þér og blessa þig. Því að þér og þínu sæði vil eg gefa öll þessi lönd og eg vil efna þann eið sem eg sór þínum föður Abraham. Og eg vil þitt sæði margfalda so sem stjörnur á himninum og eg vil gefa þínu sæði öll þessi lönd. Og í þínu sæði skulu allar þjóðir á jörðunni blessast. [ Fyrir því að Abraham var hlýðugur minni röddu og varðveitti mín boðorð, mín réttindi, mínar skikkanir og mitt lögmál.“
Og Ísak bjó í Gerar. En sem fólkið í staðnum spurði að hans kvinnu þá sagði hann: „Hún er mín systir.“ Því hann vogaði ei að segja: „Hún er mín kvinna“, meinandi: „Kann ske þeir slái mig í hel Rebekku vegna“, því hún var harla fríð.
Sem hann hafði nú verið þar nokkra stund leit Abímelek Philisteis kóngur í gegnum eitt glugg og varð þess var að Ísak lék við Rebekku sína konu. Þá kallaði Abímelek á Ísak og sagði: „Sjá, hún er þín eiginkona. Því hefur þú þá sagt að hún væri þín systir?“ Ísak svaraði honum: „Eg hugsaði með mér: Ske má þeir slái mig í hel fyrir hennar skuld.“ Þá sagði Abímelek: „Því hefur þú so breytt við oss? Það hefði snart kunnað að ske að nokkur af fólkinu hefði lagst með þinni kvinnu, þá hefðir þú leitt einn glæp yfir oss.“ Þá bauð Abímelek öllu sínu fólki og sagði: „Hver hann snertir þennan mann eða hans konu, sá skal deyja.“
Og Ísak sáði í því landi og hans akur bar hundraðfaldan ávöxt á því ári. Því að Drottinn blessaði hann. Og hann varð auðigur og efldist meir og meir, allt þar til að hann varð mjög mektugur, so að hann varð stórauðigur að kvikfé smá og stóru, hann hafði og fjölda þjónustufólks. Þar fyrir öfunduðu Philistei hann og byrgðu aftur alla þá brunna sem hans föðurs þénarar höfðu grafið í Abrahams hans föðurs tíð og fylltu þá með mold. So að Abímelek sagði til hans: „Vík frá oss, því að þú ert orðinn mektugri en vér.“
Þá fór Ísak burt þaðan og setti sína tjaldbúð í þeim dal Gerar og bjó þar. Og hann lét uppgrafa þá brunna aftur sem þeir höfðu grafið á dögum Abrahams hans föðurs, hvörja brunna að Philistei höfðu byrgt aftur eftir Abrahams dauða. Og hann gaf þeim þau sömu nöfn sem hans faðir hafði áður gefið þeim. So grófu Ísaks þénarar í dalnum og fundu þar einn brunn lifanda vats. En hirðararnir af Gerar þrættust á við Ísaks hirðara og sögðu: „Það er vort vatn.“ Þar fyrir kallaði hann þann brunn [ Esek, því þeir gjörðu honum þar órétt. Þá grófu þeir enn einn brunn. Og þeir kífuðu einnin um hann. Og því kallaði hann hann [ Sitna. Þá fór hann þar frá og gróf einn annan brunn og þeir höfðu ekkert kíf um hann. Þar fyrir kallaði hann hann [ Rehóbót og sagði: „Nú hefur Drottinn gefið oss rúm og látið oss vaxa í landinu.“
Síðan fór hann þaðan til Ber-Saba. Og Drottinn vitraðist honum þá sömu nótt og sagði: „Eg er þíns föðurs Abrahams Guð. Óttast ekki, því eg er með þér og eg vil blessa þig og margfalda þitt sæði vegna míns þénara Abrahams.“ Þar byggði hann eitt altari og [ prédikaði um Drottins nafn og setti þar sína tjaldbúð og hans þénarar grófu þar einn brunn.
Og Abímelek fór til hans frá Gerar og hans vinur Ahúsat og Píkól hans hershöfðingi. Þá sagði Ísak til þeirra: „Því komi þér til mín? Hvern þér hafið áður hatað og rekið frá yður?“ Þeir svöruðu: „Vér sáum berlega að Drottinn er með þér. Þar fyrir sögðu vér að þar skyldi vera svardagi á milli þín og vor so að vér viljum gjöra einn sáttmála við þig að þú skulir öngvan skaða gjöra oss, so sem vér höfum ekki snortið þig og ei annað gjört þér en allt gott og vér létum þig fara í friði. [ En þú ert nú blessaður af Drottni.“ Hann gjörði þeim eitt gestaboð og þeir átu og drukku. Og þeir stóðu snemma upp um morguninn og unnu eiða hvorir öðrum. Og Ísak lét þá fara og þeir fóru frá honum í friði.
Þann sama dag komu Ísaks þénarar og sögðu honum af þeim brunni sem þeir höfðu grafið og sögðu til hans: „Vér höfum fundið vatn.“ [ Og þann brunn kallaði hann Saba. Þar af kallaðist sá staður Ber-Saba allt til þessa dags. [
Þá Esaú var fjörutígir ára gamall, þá gekk hann að eiga Júdit dóttir Berí Hetitei og Basmat dóttir Elons Hetitei. [ Þær gjörðu báðar hjartans sorg Ísak og Rebekku.