Og Abraham gifti sig aftur og tók sér eina kvinnu sem hét Ketúra. [ Hún fæddi honum þessa sonu: Simron og Jaksan, Medan og Midían, Jesbak og Súa. Og Jaksa gat Seba og Dedan. En Dedan börn voru þessi: Assúrím og Latúsím og Leúmím. Og Midíans börn voru Efa, Efer, Hanok, Abída og Eldaa. Þessir allir eru Keture synir.
Og Abraham gaf Ísak öll sín auðæfi. En þeim öðrum börnum sem hann hafði með sínum frillum gaf hann gáfur og lét þá fara á burt í austurátt frá sínum syni Ísak á meðan hann var enn á lífi.
Þetta er Abrahams aldur sem hann lifði, hundrað fimm og sjötígir ár, so hann fór hnignandi og andaðist í góðri elli þá hann var hniginn að aldri og saddur af lífdögum, og safnaðist til síns fólks. [ Og hans synir Ísak og Ísmael jörðuðu hann í þeirri tvefaldri gröf á akri Efrons Sóar Hetíters sonar, sem að liggur þvert yfir frá Mamre, á þeim akri hvörn Abraham keypti að Hets sonum. Þar var Abraham jarðaður hjá Sara sinni eiginkvinnu.
Og eftir andlát Abrahams blessaði Guð Ísak hans son og Ísak bjó hjá þeim brunni þess lifanda og sjáanda.
Þessi er Ísmaels Abrahamssonar ættkvísl sem Agar egypska ambátt Saru fæddi honum, og þessi eru Ísmaelssona nöfn, sem þeirra ætt er nefnd eftir: Nebajót var hans frumgetinn son, síðan Kedar, Adbeel, Míbsam, Misma, Dúma, Masa, Hadar, Tema, Jetúr, Nafis og Kedma. [ Þessir eru Ísmaels synir með þeirra nöfnum, útí þeirra köstulum og stöðum, tólf höfðingjar yfir þeirra fólki. Og þetta er Ísmaelis aldur, hundrað þrjátigu og sjö ár, fór hann hnignandi og andaðist og safnaðist til síns fólks. [ Og þeir bjuggu frá Hevíla og inn til Súr gegnt Egyptalandi, þar sem menn fara til Assyriam. Hann [ féll fyrir öllum hans bræðrum.
Þessi er Ísak Abrahams sonar ættkvísl: Abraham gat Ísak. [ Og Ísak var fjörutigu ára gamall þá hann gekk að eiga Rebekku Batúels dóttir hins sýrlenska af Mesopotamia, systir Labans hins sýrlenska.
Og Ísak bað til Drottins fyrir sinni kvinnu, því hún var óbyrja. Og Drottinn heyrði hans bæn og Rebekka hans kvinna fékk getnað. Og börnin hnitluðust við í hennar kviði. Þá sagði hún: „Ef það skal so ganga mér því er eg þá ólétt orðin?“ Og hún gekk í burt og spurði Drottinn þar að. Og Drottinn svaraði henni: „Tvær þjóðir eru í þínum kviði og tveggja handa lýðir skulu skiljast frá þínum kviði. Og lýður mun lýð yfirstíga og hinn meiri mun þeim minna þjóna.“
Og sem sá tími kom að hún skyldi léttari verða, sjá, þá voru þar tvíburar í hennar kviði. Og hinn fyrsti sem kom í ljós, hann var rauður að lit og allur saman loðinn sem eitt skinn. Og þeir nefndu hann Esaú. [ Jafnsnart kom í ljós hans bróðir og hélt um ristina á Esaú sinni hendi, og því nefndu þeir hann Jakob. [ Ísak var sextugur að aldri þá þeir voru fæddir. Og sem sveinarnir voru nú vaxnir þá gjörðist Esaú veiðimaður og akurmaður, en Jakob var einfaldur maður og bjó í tjaldbúðinni. Ísak elskaði Esaú og át gjarna af hans veiði, en Rebekka unni meir Jakob.
Og Jakob hafði matgjört einn rétt. Og í því bili kom Esaú af akri og var móður og sagði til Jakobs: „Lát mig smakka af þeirri rauðu [ matgjörð þinni, því eg em mjög móður.“ Og af því kallast hann Edóm. En Jakob sagði: „Sel þú mér þá í dag þína frumgetning.“ Esaú svaraði: „Sjá, eg má deyja, hvað stoðar mig sú frumgetning?“ Þá sagði Jakob: „Þá vinn mér eið í dag þar að.“ Og hann sór honum eið og seldi hann Jakobi sína frumgetning. Þá gaf Jakob honum brauð og af þeirri matgjörð sem hann hafði tilreitt. Og hann át og drakk, reis upp og gekk í burt. So lítils virti Esaú sína frumgetning.