Sara lifði hundrað sjö og tuttugu ár og hún andaðist í einum höfuðstað sem hét Hebron í landi Kanaan. [ Þá kom Abraham að barma sér og gráta hana. Síðan stóð hann upp frá hennar líki og talaði með Hets sonu og sagði: „Eg er einn útlendur maður og þó einn innbyggjari á meðal yðar. Gefið mér einn eiginlegan stað til greftrunar hér hjá yður so eg megi greftra þar minn framliðinn sem hér liggur fyrir mér.“ Þá svöruðu Hets synir Abraham og sögðu til hans: „Heyr oss kæri herra, þú ert einn Guðs höfðingi hér á meðal vor. Graf þú þinn framliðna hér í vorum erligustum gröfum. Enginn af oss skal meina þér sína gröf að þú megir ei jarða þinn framliðna þar úti.“
Þá stóð Abraham upp og hneigði sig fyrir landsfólkinu sem var fyrir Hets sonum og talaði við þá og sagði: „Ef það er yðar vilji að eg megi greftra hér minn framliðna sem hér liggur fyrir mér, þá heyrið mig og biðjið fyrir mig Effron son Sóhar að hann vilji unna mér þess tvefalda hellirs sem að liggur við endann á hans akri, að hann selji mér hann fyrir peninga, so mikla sem hann er verður, hér fyrir yður, til eins greftrunar eignardóms.“ Því að Effron bjó á meðal Hets sona.
Þá svaraði Effron Hetíter Abraham so að Hets synir heyrðu þar uppá, fyrir öllum þeim sem gengu út og inn að hans staðarport dyrum og sagði: „Nei minn herra, heldur heyr mig: Eg gef þér þennan akur og þann hellirinn með sem þar er við, og eg gef þér hann í vald fyrir míns fólks barna augum til að jarða þinn framliðinn.“ [ Þá hneigði Abraham sig fyrir fólkinu landsins og talaði með Effron so að landsfólkið heyrði uppá og sagði: „Viljir þú unna mér akursins þá bið eg að þú viljir taka peninga fyrir hann, so vil eg greftra minn framliðinn þar úti.“ Þá svaraði Effron Abraham og sagði til hans: „Minn herra, heyr mig, sú jörð er verð fjögurhundruð [ silfurpeninga, en hvað er það reiknanda á millum mín og þín? Graf þú aðeins þinn hinn framliðna.“
Abraham hlýddi Effron að og vóg honum þessa peninga út sem hann sagði, þar heyrðu Hets börn uppá, það voru fjögur hundruð silfurpeningar, gildir og gengir í kaup. So varð Effrons akur í hverjum sá tvefaldi hellir var, þvert yfir frá Mamre, Abraham staðfestir til eignar, bæði akurinn og hellirinn og öll þau tré sem þar í kringum akurinn voru, að ásjáöndum Hets sonum og öllum þeim sem gengu út og inn um borgarhlið þess staðar. [
Eftir það greftraði Abraham sína kvinnu Sara í þeim tvefalda hellir á akrinum þvert yfir frá Mamre, það er Hebron, í Kanaanslandi. [ Og sá akur og hellirinn þar úti staðfestist af Hets börnum Abrahams erfingjum til greftrunar.