VI.
Eftir þetta fór Jesús burt yfir um sjáinn Galilee til staðarins Tiberias. [ Og mikill mannfjöldi fylgdi honum eftir af því þeir sáu þau jarteikn er hann gjörði á sjúkum. Jesús gekk þá upp á eitt fjall og settist þar sjálfur meður sínum lærisveinum. Þá var og páskahátíð Gyðinga nálæg. Jesús hóf þá upp sín augu og sá að margt fólk dreif að honum. Þá sagði hann við Philippum: „Hvar kaupum vér brauð það þessir neyti?“ En þetta sagði hann af því að hann vildi reyna hann því að hann vissi sjálfur hvað hann vildi gjöra.
Philippus svaraði honum: [ „Tvö hundruð peninga brauð nægjast þeim eigi þó að hver einn fái þá nokkuð lítið.“ Þá sagði honum einn af hans lærisveinum, Andreas bróðir Símonar Petri: „Hér er eitt ungmenni sá hefur fimm byggbrauð og tvo fiska. En hvað skal þetta meðal so margra?“ Þá sagði Jesús: „Látið mennina setjast niður.“ Þar var í þeim stað mikið gras. Þá settust þar niður kallmenn að tölu nær fimm þúsundum. Jesús tók brauðin og gjörði þakkir og fékk sínum lærisveinum en lærisveinarnir fengu þeim sem niður höfðu sest, líka einnin af fiskunum so mikið sem þeir vildu.
En þá þeir voru mettir sagði hann til sinna lærisveina: [ „Safnið saman þær leifar sem afganga so ekkert spillist.“ En þeir söfnuðu saman og fylldu upp tólf karfir meður þessar leifar af fimm byggbrauðum, hvert eð auk var þess sem þeir höfðu neytt. Þá er þessir menn sáu það að Jesús gjörði þetta teikn sögðu þeir: „Þessi er sannlega sá spámaður sem í heiminn skal koma.“ En þá Jesús fann það að þeir mundu koma að grípa hann og kjósa til konungs flýði hann einn upp aftur á fjallið. [
Að kveldi gengu hans lærisveinar ofan til sjávar, stigu þeir á skip og þá þeir komu yfir um þann sjó til Kapernaum var þer myrkt orðið. Jesús var þá eigi kominn til þeirra. En sjórinn tók að æsast upp af miklu veðri. Þeir höfðu þá róið fimm og tuttugu eður þrjátigu skeiða. Þeir sáu þá Jesúm ganganda á sjónum og kominn nær skipinu. [ Þeir óttuðust þá. En hann sagði til þeirra: „Eg em, óttist þér eigi.“ Þá vildu þeir hafa tekið hann inn á skipið. Og jafnsnart var skipið komið að því landi sem þeir fóru til.
Annan dag eftir sá fólkið sem hinumegin sjávarins stóð að eigi var þar annað skip til nema það eina sem hans lærisveinar höfðu á stigið og Jesús hafði eigi sjálfur stigið á það skip meður sínum lærisveinum heldur voru hans lærisveinar einir af stað farnir. Þar komu og yfir um önnur skip frá Tíberías hvað nærri er þeim stað sem þeir höfðu brauðin etið fyrir herrans þakkargjörð. Og þá er fólkið sá að Jesús var eigi þar og eigi heldur hans lærisveinar sté það á skipin, kom til Kapernaum og leitaði að Jesú.
Og þá þeir höfðu fundið hann hinumegin sjávarins sögðu þeir til hans: „Rabbí, nær komstu hingað?“ Jesús svaraði þeim og sagði: [ „Sannlega, sannlega segi eg yður: Þér leitið mín eigi af því að þér sáuð teiknin heldur af því að þér neyttuð af brauðunum og urðuð saddir. Verkið ei þeirrar fæðu sem forgengur heldur þeirrar sem stöðug blífur til eilífs lífs hverja eð Mannsins sonur mun gefa yður því að Guð faðir hefur hann innsiglað.“
Þá sögðu þeir til hans: „Hvað skulu vér þá gjöra svo vér gjörum Guðs verk?“ Jesús svaraði og sagði þeim: „Það eru Guðs verk að þér trúið á hann þann hann sendi.“ Þá sögðu þeir til hans: „Hvort gjörir þú fyrir teikn so að vér sjáum og trúum þér? Hvað gjörir þú? Feður vorir átu himnabrauð á eyðimörku sem skrifað stendur: Hann gaf þeim að eta brauð af himni.“ Þá sagði Jesús til þeirra: [ „Sannlega, sannlega segi eg yður að eigi gaf Moyses yður brauð af himni heldur gefur faðir minn yður satt brauð af himni. Því að þetta er Guðs brauð það sem af himni sté ofan og heiminum gefur líf.“
Þeir sögðu þá við hann: „Herra, gef oss jafnan þetta brauð.“ En Jesús svaraði þeim þá: [ „Eg em lífsins brauð. Hver hann kemur til mín þann mun eigi hungra og sá hann trúir á mig hann mun aldreigi þyrsta. Eg sagða yður það þér hafið mig sénan og trúið þó eigi. Allt hvað faðirinn gefur mér það kemur til mín og hvern þann sem til mín kemur hann mun eg eigi útreka. Því að eg sté ofan af himni, eigi upp á það að eg gjöri minn vilja heldur hans vilja sem mig sendi. Þetta er föðursins vilji þes mig sendi að eg glati öngu af öllu því sem hann gaf mér heldur skal eg uppvekja það á efsta degi. En það er míns föðurs vilji þess mig sendi að hver sá sem soninn sér og trúir á hann hafi eilíft líf og eg mun uppvekja hann á efsta degi.“
Þá mögluðu Júðar yfir því það hann sagði: [ „Eg em það brauð hvert eð ofan sté af himni.“ Og þeir sögðu: „Er eigi Jesús þessi sonur Jósefs hvers að vér þekkjum bæði föður og móður? Hvernin segir hann þá það eg egm ofanstiginn af himni?“ Jesús svaraði þeim: „Möglið eigi innbyrðis. Enginn fær til mín komið nema sá faðir sem mig sendi togi hann og eg mun uppvekja hann á efsta degi. So er og skrifað á spámannabókum: Að þeir munu alllir verða af Guði lærðir. Hver helst nú heyrir af föðurnum og lærir það sá kemur til mín. Eigi það að nokkur hafi föðurinn sénan nema sá sem er af föðurnum, hann hefur séð föðurinn.
Sannlega, sannlega segi eg yður: Hver sem trúir á mig hann hefur eilíft líf. Eg em lífsins brauð. Feður yðrir átu himnabrauð í eyðimörku og eru dauðir. Þetta er það brauð sem oftansté af himni. Hver sem etur af því hann deyr eigi. Eg em það lifanda brauð sem af himni sté ofan. Hver sem etur af þessu brauði sá lifir eilíflega. Og það brauð sem eg mun gefa er mitt hold hvert að eg mun útgefa heiminum til lífs.“
Júðar þráttuðu þá sín á milli, so segjandi: „Hvernin fær þessi gefið oss sitt hold að eta?“ Jesús sagði til þeirra: [ „Sannlega, sannlega segi eg yður: Nema ef þér etið hold Mannsins sonar og drekkið hans blóð þá hafi þér ekki lífið með yður. Hver hann etur mitt hold og drekkur mitt blóð sá hefir eilíft líf og eg mun uppvekja hann á efsta degi. Því mitt hold er sönn fæða og mitt blóð er sannur drykkur. Hver hann etur mitt hold og drekkur mitt blóð sá blífur í mér og eg með honum. Líka sem að mig sendi lifandi faðir og eg lifi sakir föðursins, so og hver hann etur mig sá mun og lifa fyrir mínar sakir. Þetta er það brauð sem ofan sté af himni. Eigi so sem það yðrir feður höfðu himnabrauð etið og eru dauðir. Hver hann etur þetta brauð sá lifir að eilífu.“
Þetta sagði hann, kennandi í samkunduhúsinu til Kapernaum. En margir af hans lærisveinum sem þetta heyrðu sögðu: [ „Hörð er þessi ræða, hver kann henni að heyra?“ En er Jesús vissi meður sjálfum sér að hans lærisveinar mögluðu af þessu þá sagði hann til þeirra: „Misþokkar yður þetta? Hvað mun þá ef þér sæuð Mannsins son uppstíga þangað sem hann var fyrr? Andinn er sá er lífgar, holdið er til einskis nýtt. Þau orð er eg tala fyrir yður, þau eru andi og líf. En nokkrir eru þeir af yður hverjir eigi trúa.“ Því að Jesús vissi af upphafi hverjir eigi voru trúaðir og hver sá var er hann mundi svíkja. Og hann sagði: „Fyrir því sagða eg yður það enginn fær til mín komið nema að honum sé það gefið af mínum föður.“
Eftir það gengu margir af hans lærisveinum aftur til baka og gengu ei lengur þaðan af meður honum. [ Þá sagði Jesús til þeirra tólf: „Vilji þér og fráganga?“ En honum svaraði Símon Petrus: [ „Herra, hvert skulum vær fara? Þú hefur orð eilífs lífs. Vér trúum og kennum það þú ert Kristur, sonur Guðs lifanda.“ Jesús svaraði þeim: „Hefi eg eigi útvalið yður tólf? Og einn af yður er djöfull. En hann sagði af Júdasi Símonssyni Ískaríot því að hann sveik hann þó að hann væri einn af tólf.