1Og ég hóf upp augu mín og sá, hvar maður var. Hann hélt á mæliþræði í hendi sér.2Þá spurði ég: Hvert ætlar þú? Hann svaraði mér: Að mæla Jerúsalem til þess að sjá, hve löng og hve breið hún er.3Þá gekk engillinn, er við mig talaði, allt í einu fram, og annar engill gekk fram á móti honum.4Við hann sagði hann: Hlaup þú og tala þú svo til þessa unga manns: Jerúsalem skal liggja opin og ógirt sökum þess fjölda manna og skepna, sem í henni verða,5og ég sjálfur skal vera eins og eldveggur kringum hana segir Drottinn og ég skal sýna mig dýrlegan í henni.6Upp, upp, flýið úr norðurlandinu segir Drottinn því að ég hefi tvístrað yður í allar áttir segir Drottinn.7Upp, forðið yður til Síonar, þér sem búið í Babýlon!8Svo segir Drottinn allsherjar, hinn vegsamlegi, sem hefir sent mig til þjóðanna sem rændu yður: Hver sá er snertir yður, snertir augastein minn.9Því sjá, ég mun veifa hendi minni yfir þeim, og þá skulu þeir verða þrælum sínum að herfangi, og þér skuluð viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig.10Fagna þú og gleð þig, dóttirin Síon! Því sjá, ég kem og vil búa mitt í þér segir Drottinn.11Á þeim degi munu margar þjóðir ganga Drottni á hönd og verða hans lýður og búa mitt á meðal þín, og þú munt viðurkenna, að Drottinn allsherjar hefir sent mig til þín.12Þá mun Drottinn taka Júda til eignar sem arfleifð sína í hinu heilaga landi og enn útvelja Jerúsalem.13Allt hold veri hljótt fyrir Drottni! Því að hann er risinn upp frá sínum heilaga bústað.
2.5 Mælisnúra Sak 1.16+
2.6 Mæla Jerúsalem Opb 21.15
2.10 Flýja úr landi Jes 48.20; Opb 18.4
2.11 Rís upp Jes 52.2
2.12 Hlutverk Sakaría Sak 2.13,15; 4.9; 6.15 – sjáaldur 5Mós 32.10
2.14 Fagna Sak 9.9; Jes 52.9; Sef 3.14
2.17 Þögn frammi fyrir Drottni Hab 2.20+ – Drottinn rís upp Slm 35.23+