II.

Og eg upplyfta mínum augum og sá og sjá þú, einn maður hafði einn mæliþráð í hendinni. Og eg sagða: „Hvert viltu fara?“ En hann sagði til mín: „Eg vil mæla Jerúsalem og sjá til hversu löng og víð hún skal vera.“ Og sjá þú, að engillinn sá eð við mig talaði gekk út og einn annar engill gekk út í móti honum og sagði til hans: „Skunda þú og tala til þess ungmennis og segðu til hans: Jerúsalem skal byggjast án múrveggja fyrir sökum mikils mannfjölda þeirra manna og fénaðar sem þar skal vera úti og eg vil vera einn glóandi múrveggur þar um kring, segir Drottinn, og eg vil vera þar inni og eg vil auðsýna mig dýrðlegan þar inni.“ [

Hei, hei, flýið af norðurlandinu, segir Drottinn. [ Því að eg skildi yður í fjórar áttir undir himninum, segir Drottinn. Hei Síon, þú sem býr hjá Babýlonsdóttir, flý þú! Því so segir Drottinn Sebaót: Hann sendi mig til heiðingjanna, þeirra sem ræntu yður. Þeirra magt hefur einn enda. Hver sem snertir yður sá snertir hans augastein. Því sjáið, eg vil veifa minni hendi yfir þá so þeir skulu verða eitt herfang sem þeim þjónað hafa so þér skuluð vita að Drottinn Sebaót hefur sent mig.

Gleð þig og fagna, þú Síonsdóttir, því að sjá þú, eg kem og vil búa hjá þér, segir Drottinn. [ Og á þeim tíma skulu margir heiðingjar falla til Drottins og skulu vera mitt fólk og eg vil búa hjá þér. So þú skalt merkja að sá Drottinn Sebaót sendi mig til þín og sá Drottinn skal erfa Júda í sitt hlutskipti, í því heilögu landi, og hann skal útvelja Jerúsalem aftur. Allt hold veri kyrrt fyrir Drottni því hann hefur tilreitt sig af sínum heilögum stað.