1Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:2Mannsson, hvað hefir vínviðurinn fram yfir allan annan við, teinungurinn, sem er á meðal skógartrjánna?3Verður af honum tekinn efniviður til smíða, eða fæst úr honum snagi, til þess að hengja á alls konar verkfæri?4Nei, hann er hafður til eldsneytis. Þegar eldurinn hefir brennt báða enda hans, og sé miðjan sviðnuð, hvert gagn er þá að honum til efniviðar?5Meðan hann enn er heill, verður ekkert úr honum smíðað, því síður að nú verði nokkuð úr honum gjört, þegar eldurinn hefir brennt hann og hann er sviðnaður.6Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Eins og vínviðinn meðal skógartrjánna, sem ég hefi ætlað til eldsneytis, svo vil ég fara með Jerúsalembúa.7Ég skal snúa augliti mínu gegn þeim: Þeir hafa komist úr eldinum, og eldurinn skal eyða þeim, og þér skuluð viðurkenna, að ég er Drottinn, þegar ég sný augliti mínu gegn þeim.8Og ég gjöri landið að auðn, af því að þeir hafa brugðið trúnaði við mig segir Drottinn Guð.
Esekíel 15. kafliHið íslenska biblíufélag2021-06-06T10:50:46+00:00
Esekíel 15. kafli
15.2 Ísrael, vínviður Guðs Esk 17.6-8; 19.10,14; Jes 5.7; Hós 9.10; 10.1; Slm 80.9,15; Mrk 12.1-11; sbr Jóh 15.1-6 – ófrjósamur vínviður Jes 5.4; Jer 2.21
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.