1Drottinn er konungur orðinn! jörðin fagni, eyjafjöldinn gleðjist.2Ský og sorti eru umhverfis hann, réttlæti og réttvísi eru grundvöllur hásætis hans,3eldur fer fyrir honum og bálast umhverfis spor hans.4Leiftur hans lýsa um jarðríki, jörðin sér það og nötrar.5Björgin bráðna sem vax fyrir Drottni, fyrir Drottni gjörvallrar jarðarinnar.6Himnarnir kunngjöra réttlæti hans, og allar þjóðir sjá dýrð hans.7Allir skurðgoðadýrkendur verða til skammar, þeir er stæra sig af falsguðunum. Allir guðir falla fram fyrir honum.8Síon heyrir það og gleðst, Júdadætur fagna sakir dóma þinna, Drottinn.9Því að þú, Drottinn, ert Hinn hæsti yfir gjörvallri jörðunni, þú ert hátt hafinn yfir alla guði.10Drottinn elskar þá er hata hið illa, hann verndar sálir dýrkenda sinna, frelsar þá af hendi óguðlegra.11Ljós rennur upp réttlátum og gleði hjartahreinum.12Gleðjist, þér réttlátir, yfir Drottni, vegsamið hans heilaga nafn.
97.2 Ský og sorti Slm 18.9-12; 2Mós 19.16-18; 5Mós 4.11; 5.22 – réttlæti og réttur Jes 9.6+
97.3 Eldur Slm 50.3+ – eyðir Slm 106.18
97.4 Leiftur hans Slm 77.19 – jörðin nötrar Slm 96.9
97.5 Sem vax Slm 68.3+
97.6 Himnarnir kunngera Slm 19.2 – réttlæti hans Slm 50.6
97.7 Falsguðir Slm 96.5+ – falla fram Heb 1.6
97.8 Síon gleðst Slm 48.12
97.9 Hinn hæsti Slm 83.19 – yfir allri jörðinni Slm 47.3 – yfir alla guði Slm 95.3+
97.11 Ljós Slm 112.4; Jes 58.10
97.12 Gleðjist, þér réttlátir Slm 32.11 – vegsamið nafn hans Slm 30.5