1Komið, fögnum fyrir Drottni, látum gleðióp gjalla fyrir kletti hjálpræðis vors.2Komum með lofsöng fyrir auglit hans, syngjum gleðiljóð fyrir honum.3Því að Drottinn er mikill Guð og mikill konungur yfir öllum guðum.4Í hans hendi eru jarðardjúpin, og fjallatindarnir heyra honum til.5Hans er hafið, hann hefir skapað það, og hendur hans mynduðu þurrlendið.6Komið, föllum fram og krjúpum niður, beygjum kné vor fyrir Drottni, skapara vorum,7því að hann er vor Guð, og vér erum gæslulýður hans og hjörð sú, er hann leiðir. Ó að þér í dag vilduð heyra raust hans!8Herðið eigi hjörtu yðar eins og hjá Meríba, eins og daginn við Massa í eyðimörkinni,9þegar feður yðar freistuðu mín, reyndu mig, þótt þeir sæju verk mín.10Í fjörutíu ár hafði ég viðbjóð á þessari kynslóð, og ég sagði: Þeir eru andlega villtur lýður og þekkja ekki vegu mína.11Þess vegna sór ég í reiði minni: Þeir skulu eigi ganga inn til hvíldar minnar.
95.3 Mikill Guð Slm 77.14+ – konungur Slm 5.3+ ; 9.8+ ; 24.7; 47.3-8; 99.4; Jer 10.7,10; Sak 14.9; Mal 1.14; 1Tím 1.17; 6.15; Opb 17.14; 19.16; sbr Slm 93.1+ – yfir öllum guðum Slm 96.4; 97.9
95.4-5 Drottni heyrir jörðin Slm 24.1+
95.6 Komið Slm 100.4
95.7-11 Heb 3.7-11
95.7 Lýður hans og hjörð Slm 100.3; Esk 34.11-12 – Ó að þér vilduð heyra Slm 81.9,14-15; Jes 48.18-19
95.8-9 Massa og Meríba 2Mós 17.1-7; 5Mós 33.8 – hjá Meríba 4Mós 20.2-13; Slm 81.8; 106.32 – við Massa 5Mós 6.16; 9.22
95.9 Freistuðu Guðs Slm 78.18+
95.10 Fjörutíu ár í eyðimörkinni 2Mós 16.35; 4Mós 14.33-34; 32.13; 5Mós 2.7; 29.4; Am 2.10
95.11 Heit Guðs Slm 106.26; 4Mós 14.30; Heb 3.18 – til hvíldarstaðar míns 5Mós 12.9