1Til söngstjórans. Á gittít. Davíðssálmur.2Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina! Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn.3Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú gjört þér vígi til varnar gegn óvinum þínum, til þess að þagga niður í hefndargirni óvinarins.4Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað,5hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess?6Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann.7Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans:8sauðfénað allan og uxa, og auk þess dýr merkurinnar,9fugla loftsins og fiska hafsins, allt það er fer hafsins vegu.10Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina!
8.3 Guð og börnin Slm 148.12-13; SSal 102.1; sbr Matt 11.25
8.4 Hendur (fingur) Guðs 2Mós 8.15; Lúk 11.20
8.5 Hvað er þá maðurinn … Slm 144.3; Job 7.17-18; Heb 2.6-8
8.6 Litlu minni 1Mós 1.26-27; SSal 2.23; Sír 17.3-4
8.7 Lést hann ríkja 1Mós 1.28; SSal 9.2-3 – að fótum hans 1Kor 15.27; Ef 1.22