1Gef eigi oss, Drottinn, eigi oss, heldur þínu nafni dýrðina sakir miskunnar þinnar og trúfesti.2Hví eiga heiðingjarnir að segja: Hvar er Guð þeirra?3En vor Guð er í himninum, allt sem honum þóknast, það gjörir hann.4Skurðgoð þeirra eru silfur og gull, handaverk manna.5Þau hafa munn, en tala ekki, augu, en sjá ekki,6þau hafa eyru, en heyra ekki, nef, en finna engan þef.7Þau hafa hendur, en þreifa ekki, fætur, en ganga ekki, þau tala eigi með barka sínum.8Eins og þau eru, verða smiðir þeirra, allir þeir er á þau treysta.9En Ísrael treystir Drottni, hann er hjálp þeirra og skjöldur.10Arons ætt treystir Drottni, hann er hjálp þeirra og skjöldur.11Þeir sem óttast Drottin treysta Drottni, hann er hjálp þeirra og skjöldur.12Drottinn minnist vor, hann mun blessa, hann mun blessa Ísraels ætt, hann mun blessa Arons ætt,13hann mun blessa þá er óttast Drottin, yngri sem eldri.14Drottinn mun fjölga yður, sjálfum yður og börnum yðar.15Þér eruð blessaðir af Drottni, skapara himins og jarðar.16Himinninn er himinn Drottins, en jörðina hefir hann gefið mannanna börnum.17Eigi lofa andaðir menn Drottin, né heldur neinn sá, sem hniginn er í dauðaþögn,18en vér viljum lofa Drottin, héðan í frá og að eilífu. Halelúja.

115.1 Guðs er dýrðin Jes 48.11; Esk 36.22; VDan 3.20; Post 12.23 – miskunn og trúfesti Guðs Slm 108.5; sbr 25.10+
115.2 Hví skyldu þjóðirnar …? Slm 79.10+ ; 2Mós 32.12, 4Mós 14.15-16
115.3 Á himni Slm 2.4+ ; 11.4; 123.1+ – sem honum þóknast Slm 135.6
115.4-7 Fánýti skurðgoða Slm 135.15-18; 5Mós 4.28; Jes 40.19-20; 41.6-7; 44.9-20; 46.6-7; Jer 10.3-15; 16.20; Hós 8.5-6; Hab 2.18, SSal 13.10-14,31; 15.15;VDan 2; Post 19.26; Opb 9.20;
115.8 Eins og þau … 5Mós 27.15; Jer 2.5; SSal 14.8
115.9 Treysta Drottni Slm 9.11+ ; 55.24+ – hjálp og skjöldur Slm 33.20, sbr 3.4+
115.10 Arons ætt Slm 118.3; 135.19
115.11 Óttast Drottinn Slm 15.4+
115.12 Drottinn minnist vor Jes 49.15 – mun blessa Slm 28.9; 67.7; 109.28; Ef 1.3 – Ísrael 4Mós 6.23-26 – Arons ætt sbr Jer 33.18
115.13 Blessa þá er óttast Drottinn Slm 128.4 – háa sem lága Jer 31.34; Opb 11.18
115.14 Yður og börnum yðar 5Mós 1.11; Post 2.39
115.15 Blessaðir af skaparanum Slm 134.3; 1Mós 14.19, sbr Rut 2.20 – himin og jörð Slm 121.2+
115.16 Himininn Slm 115.3+ – gefið jörðina mönnunum Jer 27.5; Post 17.26
115.17 Lofa eigi Slm 6.6+
115.18 En vér … Jes 38.19 – að eilífu Slm 113.2, 121.8 – hallelúja Slm 104.35+