1Á þeim dögum kemur Jóhannes skírari fram og prédikar í óbyggðum Júdeu.2Hann sagði: Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd.3Jóhannes er sá sem svo er um mælt hjá Jesaja spámanni: Rödd hrópanda í eyðimörk: Greiðið veg Drottins, gjörið beinar brautir hans.4Jóhannes bar klæði úr úlfaldahári og leðurbelti um lendar sér og hafði til matar engisprettur og villihunang.5Menn streymdu til hans frá Jerúsalem, allri Júdeu og Jórdanbyggð,6létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar.7Þegar hann sá, að margir farísear og saddúkear komu til skírnar, sagði hann við þá: Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja komandi reiði?8Berið þá ávöxt samboðinn iðruninni!9Látið yður ekki til hugar koma, að þér getið sagt með sjálfum yður: Vér eigum Abraham að föður. Ég segi yður, að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum.10Öxin er þegar lögð að rótum trjánna, og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.11Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá sem kemur eftir mig, er mér máttugri, og er ég ekki verður að bera skó hans. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi.12Hann er með varpskófluna í hendi sér og mun gjörhreinsa láfa sinn og safna hveiti sínu í hlöðu, en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi.13Þá kemur Jesús frá Galíleu að Jórdan til Jóhannesar að taka skírn hjá honum.14Jóhannes vildi varna honum þess og sagði: Mér er þörf að skírast af þér, og þú kemur til mín!15Jesús svaraði honum: Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti. Og hann lét það eftir honum.16En þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir, og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig.17Og rödd kom af himnum: Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.

3.1-12 Hlst. Mrk 1.1-8; Lúk 3.1-18; Jóh 1.19-28
3.1 Jóhannes skírari Matt 4.12; 9.14; 11.2-19; 14.2-12; 16.14; 17.13; 21.25-32 og hlst.; Lúk 1; 3.2; 11.1; Jóh 1.6-36; 3.23-30; 5.33-36; Post 1.22; 10.37; sbr Matt 3.6+ – boðun Jes 40.9; Matt 4.17,23; 9.35; 10.7,27; 11.1; 24.14; 26.13; Post 8.5 – óbyggðir Matt 4.1; 11.7; 14.13; 24.26
3.2 Takið sinnaskiptun Matt 3.2,8,11; 4.17; 11.20,21; 12.41; Mrk 1.15; Lúk 5.32; 15.7 – himnaríki Matt 4.17; 5.3; 7.21; 8.11; 10.7; 11.11-12; 13; 16.19; 18.1,23; 19.12,23; 20.1; 22.2; 23.13; 25.1 – ríki Guðs Matt 6.10+
3.3 Sbr Jes 40.3
3.4 Klæði Jóhannesar 2Kon 1.8; Sak 13.4
3.6 Skírn Jóhannesar Matt 3.11-16; 21.25 og hlst.; Mrk 1.4-5; Lúk 3.3,7,16; Jóh 1.25,31-33; 3.23; 4.1; 10.40; Post 1.5; 11.16; 13.24; 18.25; 19.3-4; sbr Matt 21.25-27 og hlst.
3.7 Nöðrukyn Matt 12.34; 23.33; Lúk 3.7 – reiði Jes 30.27-33; Matt 23.33; Lúk 21.23; Róm 1.18; 2.5; 5.9; Ef 5.6; Kól 3.6; Opb 6.16-17
3.8 Sýna í verki Matt 7.16-20 og hlst.; 12.33; Mrk 4.20; Jóh 15.2-8,16; Róm 7.4; Gal 5.22; Ef 5.9; Kól 1.6,10
3.9 Eiga Abraham að föður Jóh 8.33,37,39; Róm 4.12
3.10 Höggva upp Matt 7.19; Lúk 13.7-9; Jóh 15.6
3.11 Jóhannes skírari Matt 3.6+ – taka sinnaskiptum Matt 3.2+ – sá sem kemur Mal 3.1; Matt 11.3; 21.9; Jóh 1.15; 6.14; Post 19.4; Heb 10.37; Opb 1.4,8; sbr Hab 2.3 – óverðugur Post 13.25 – skírn með anda Jóh 1.33; Post 1.5; 11.16 – eldur Mal 3.2; Sak 13.9; 1Kor 3.13,15; 1Pét 1.7
3.13-17 Hlst. Mrk 1.9-11; Lúk 3.21-22
3.12 Kornskurður – dómur Jes 17.5; Jer 13.24; Jl 4.12-13; Matt 13.30-39; Opb 14.14-16
3.16 Himnarnir opnir Jes 63.19; Esk 1.1; Jóh 1.51; Post 7.56; 10.11-16; Opb 4.1; 19.11
3.17 Minn elskaði sonur Slm 2.7; 2Sam 7.14; Jes 42.1-4; Matt 12.18; 17.5 og hlst.; 2Pét 1.17