1Þá svaraði Elífas frá Teman og mælti:2Munt þú taka því illa, þótt maður dirfist að yrða á þig? Og þó, hver fær orða bundist?3Sjá, þú hefir áminnt marga, og magnþrota hendur hefir þú styrkt.4Þann sem hrasaði, reistu orð þín á fætur, og hnígandi hnén gjörðir þú stöðug.5En nú, þegar það kemur yfir þig, gefst þú upp, þegar það nær þér sjálfum, missir þú móðinn.6Er ekki guðhræðsla þín athvarf þitt og þitt grandvara líferni von þín?7Hugsaðu þig um: Hver er sá, er farist hafi saklaus, og hvar hefir hinum réttvísu verið tortímt?8Að því, er ég hefi séð: Þeir sem plægðu rangindi og sáðu óhamingju, þeir einir hafa uppskorið það.9Fyrir andgusti Guðs fórust þeir, fyrir reiðiblæstri hans urðu þeir að engu.10Öskur ljónsins og rödd óargadýrsins, tennur ljónshvolpanna eru brotnar sundur.11Ljónið ferst, af því að það vantar bráð, og hvolpar ljónynjunnar tvístrast.12En til mín laumaðist orð, og eyra mitt nam óminn af því13í heilabrotunum, sem nætursýnirnar valda, þá er þungur svefnhöfgi er fallinn yfir mennina.14Ótti kom yfir mig og hræðsla, svo að öll bein mín nötruðu.15Og vindgustur straukst fram hjá andliti mínu, hárin risu á líkama mínum.16Þarna stóð það útlitið þekkti ég ekki, einhver mynd fyrir augum mínum, ég heyrði ymjandi rödd:17Er maðurinn réttlátur fyrir Guði, nokkur mannkind hrein fyrir skapara sínum?18Sjá, þjónum sínum treystir hann ekki, og hjá englum sínum finnur hann galla,19hvað þá hjá þeim, sem búa í leirhúsum, þeim sem eiga rót sína að rekja til moldarinnar, sem marðir eru sundur sem mölur væri.20Milli morguns og kvelds eru þeir molaðir sundur, án þess að menn gefi því gaum, tortímast þeir gjörsamlega.21Tjaldstaginu er kippt upp, þeir deyja, og það í vanhyggju sinni.
4.5 Þú missir móðinn Okv 24.10
4.7 Er saklausum grandað? Slm 34.20-21; Okv 12.21; Sír 2.10; 2Pét 2.9
4.8 Sá og uppskera Sír 7.3; Gal 6.7+
4.9 Fyrir andgusti sbr Job 27.3+
4.13 Draumsýn Job 7.14; 33.15
4.14 Skelfing 1Mós 15.12
4.17 Rétt fyrir sér gagnvart Guði Job 9.2; 15.14; 25.4; 32.1; 35.2; 40.8; Slm 143.2
4.18 Treystir ekki Job 15.15
4.20 Frá morgni til kvölds Slm 90.5-6