1Og Job hélt áfram að flytja ræðu sína og mælti:2Ó að mér liði eins og forðum daga, eins og þá er Guð varðveitti mig,3þá er lampi hans skein yfir höfði mér, og ég gekk við ljós hans í myrkrinu,4eins og þá er ég var á sumri ævi minnar, þá er vinátta Guðs var yfir tjaldi mínu,5þá er hinn Almáttki var enn með mér og börn mín hringinn í kringum mig,6þá er ég óð í rjóma, og olífuolían rann í lækjum úr klettinum hjá mér,7þá er ég gekk út í borgarhliðið, upp í borgina, bjó mér sæti á torginu.8Þegar sveinarnir sáu mig, földu þeir sig, og öldungarnir risu úr sæti og stóðu.9Höfðingjarnir hættu að tala og lögðu hönd á munn sér.10Rödd tignarmannanna þagnaði, og tunga þeirra loddi við góminn.11Því að ef eyra heyrði, taldi það mig sælan, og ef auga sá, bar það mér vitni.12Því að ég bjargaði bágstöddum, sem hrópuðu á hjálp, og munaðarleysingjum, sem enga aðstoð áttu.13Blessunarósk aumingjans kom yfir mig, og hjarta ekkjunnar fyllti ég fögnuði.14Ég íklæddist réttlætinu, og það íklæddist mér, ráðvendni mín var mér sem skikkja og vefjarhöttur.15Ég var auga hins blinda og fótur hins halta.16Ég var faðir hinna snauðu, og málefni þess, sem ég eigi þekkti, rannsakaði ég.17Ég braut jaxlana í hinum rangláta og reif bráðina úr tönnum hans.18Þá hugsaði ég: Í hreiðri mínu mun ég gefa upp andann og lifa langa ævi, eins og Fönix-fuglinn.19Rót mín er opin fyrir vatninu, og döggin hefir náttstað á greinum mínum.20Heiður minn er æ nýr hjá mér, og bogi minn yngist upp í hendi minni.21Þeir hlustuðu á mig og biðu og hlýddu þegjandi á tillögu mína.22Þá er ég hafði talað, tóku þeir eigi aftur til máls, og ræða mín draup niður á þá.23Þeir biðu mín eins og regns, og opnuðu munn sinn, eins og von væri á vorskúr.24Ég brosti til þeirra, þegar þeim féllst hugur, og ljós auglitis míns gjörðu þeir aldrei dapurt.25Fús lagði ég leið til þeirra og sat þar efstur, sat þar sem konungur umkringdur af hersveit sinni, eins og huggari harmþrunginna.

29.2 Guð verndaði mig Job 1.1-5; 8.6; 42.10-17; 1Sam 2.9; Slm 40.12; Esr 5.5
29.4 Guð skýldi tjaldinu Okv 3.32; Jak 2.23+ ; sbr Jóh 15.14-15
29.6 Þvo fæturna í mjólk Job 20.17
29.8 Risu á fætur sbr 3Mós 19.32
29.9 Hönd á munn Job 21.5+
29.12 Bjargaði snauðum Job 6.14+ ; Slm 72.12; sbr Job 22.9+
29.14 Klæddist réttlæti Job 19.9; Slm 132.9; sbr Jes 59.17
29.15 Blindum auga 3Mós 19.14
29.16 Snauðum faðir Jes 22.21
29.17 Hnekkja ranglætinu Jes 11.4; sbr Job 22.8
29.18 Endurnýja líf sitt Jes 40.31; Slm 103.5
29.19 Hjá vatninu Slm 1.3 – döggin 1Mós 27.28; Hós 14.6; Okv 19.12
29.20 Kraftur bogans sbr Job 30.11; 1Mós 49.24; Jer 49.35
29.21 Hlýddu þegjandi Job 21.5+
29.22 Orð mín 5Mós 32.2
29.23 Eins og vorskúr Okv 16.15