1Sjá, allt þetta hefir auga mitt séð og eyra mitt heyrt og sett það á sig.2Það sem þér vitið, það veit ég líka, ekki stend ég yður að baki.3En ég vil tala til hins Almáttka og mig langar til að þreyta málsókn við Guð.4Því að sannlega samtvinnið þér lygar og eruð gagnslausir gutlarar allir saman.5Ó að þér vilduð steinþegja, þá mætti meta yður það til mannvits.6Heyrið átölur mínar og hlustið á ásakanir vara minna.7Viljið þér mæla það, sem rangt er, Guði til varnar, og honum til varnar mæla svik?8Viljið þér draga taum hans, eða viljið þér taka málstað Guðs?9Ætli það fari vel, þegar hann rannsakar yður, eða ætlið þér að leika á hann, eins og leikið er á menn?10Nei, hegna, hegna mun hann yður, ef þér eruð hlutdrægir í leyni.11Hátign hans mun skelfa yður, og ógn hans mun falla yfir yður.12Spakmæli yðar eru ösku-orðskviðir, vígi yðar eru leirvígi.13Þegið og látið mig í friði, þá mun ég mæla, og komi yfir mig hvað sem vill.14Ég stofna sjálfum mér í hættu og legg lífið undir.15Sjá, hann mun deyða mig ég bíð hans, aðeins vil ég verja breytni mína fyrir augliti hans.16Það skal og verða mér til sigurs, því að guðlaus maður kemur ekki fyrir auglit hans.17Hlýðið því gaumgæfilega á ræðu mína, og vörn mín gangi yður í eyru.18Sjá, ég hefi undirbúið málið, ég veit, að ég verð dæmdur sýkn.19Hver er sá, er deila vilji við mig? þá skyldi ég þegja og gefa upp andann.20Tvennt mátt þú, Guð, ekki við mig gjöra, þá skal ég ekki fela mig fyrir augliti þínu.21Tak hönd þína burt frá mér, og lát ekki skelfing þína hræða mig.22Kalla því næst, og mun ég svara, eða ég skal tala, og veit þú mér andsvör í móti.23Hversu margar eru þá misgjörðir mínar og syndir? Kunngjör mér afbrot mín og synd mína!24Hvers vegna byrgir þú auglit þitt og ætlar, að ég sé óvinur þinn?25Ætlar þú að skelfa vindþyrlað laufblað og ofsækja þurrt hálmstrá,26er þú dæmir mér beiskar kvalir og lætur mig erfa misgjörðir æsku minnar,27er þú setur fætur mína í stokk og aðgætir alla vegu mína og markar hring kringum iljar mínar?28Þessi maður dettur þó sundur eins og maðksmoginn viður, eins og möletið fat.
13.3 Verja mál mitt Job 9.3+
13.5 Þegja, viska Okv 17.28
13.7 Verja með rangfærslum Job 42.7
13.9 Enginn blekkir Guð Mal 3.2; Slm 78.36; Gal 6.7
13.11 Hátign Guðs 3Mós 16.2; Jes 6.1-5; Slm 119.120
13.15 Ég vænti einskis Job 14.19; 17.15-16; 1Kro 29.15
13.18 Leggja mál fyrir Job 9.3+
13.19 Gæti nokkur ákært mig? Jes 50.8
13.21 Hönd Guðs Job 19.21+ – ótti Job 6.4+ ; 33.7
13.22 Svara mér Job 19.7; 30.20; 31.35
13.23 Gerðu mér grein fyrir Job 6.24+
13.24 Guð hylur auglit sitt Slm 88.15; sbr Slm 4.7; Dan 9.17
13.25 Maðurinn sem visinn reyr Slm 1.4; sbr 1Sam 24.15
13.26 Æskusyndir mínar Slm 25.7; sbr Préd 11.9
13.28 Molnar Jes 50.9; Slm 102.27