1Heyrið þetta, þér Jakobs niðjar, þér sem nefndir eruð eftir Ísrael og runnir eruð úr Júda lindum, þér sem sverjið við nafn Drottins og tignið Ísraels Guð, þótt eigi sé í sannleika og réttlæti,2því að þeir kenna sig við hina helgu borg og leita trausts hjá Ísraels Guði: Nafn hans er Drottinn allsherjar.3Það sem nú er fram komið, hefi ég kunngjört fyrir löngu, það er útgengið af mínum munni, og ég hefi gjört það heyrinkunnugt. Skyndilega færði ég það til vegar, og það kom fram.4Af því að ég vissi, að þú ert þrjóskur og háls þinn seigur sem járnseymi og enni þitt hart sem kopar,5fyrir því kunngjörði ég þér það löngu fyrir og lét þig vita það áður en það kom fram, til þess að þú skyldir ekki segja: Goð mitt hefir komið því til leiðar, og skurðgoð mitt og hið steypta líkneski mitt hefir ráðstafað því.6Þú hefir heyrt það, sjá, nú er það allt komið fram! Og þér, hljótið þér ekki að játa það? Nú boða ég þér nýja hluti og hulda, sem þú ekkert veist um.7Þeir eru nú að skapast, en eigi fyrr, fyrr en í dag hefir þú ekkert um þá heyrt, svo að þú skyldir ekki geta sagt: Sjá, ég vissi það!8Þú hefir hvorki heyrt það né vitað það, né heldur hefir eyra þitt verið opið fyrir löngu, því að ég vissi, að þú ert mjög ótrúr og að þú hefir kallaður verið trúrofi frá móðurlífi.9Fyrir sakir nafns míns sefa ég reiði mína og vegna lofs míns hefti ég hana þér í vil, svo að ég uppræti þig eigi.10Sjá, ég hefi hreinsað þig, þó eigi sem silfur, ég hefi reynt þig í bræðsluofni hörmungarinnar.11Mín vegna, sjálfs mín vegna gjöri ég það, og dýrð mína gef ég eigi öðrum, því að hversu mjög yrði nafn mitt vanhelgað!12Heyr mig, Jakob, og þú Ísrael, sem ég hefi kallað: Ég er hann, ég er hinn fyrsti, ég er einnig hinn síðasti.13Hönd mín hefir grundvallað jörðina, og hægri hönd mín hefir þanið út himininn. Þegar ég kalla á þau, koma þau.14Safnist allir saman og heyrið: Hver á meðal þeirra hefir kunngjört þetta: Sá er Drottinn elskar, skal framkvæma vilja hans á Babýlon og vera armleggur hans meðal Kaldea?15Það er ég, það er ég, sem hefi talað það, ég hefi og kallað hann. Ég hefi leitt hann fram og veitt honum sigurgengi.16„Komið til mín og heyrið þetta: Frá upphafi hefi ég eigi talað í leyndum; þegar kominn var sá tími, að það skyldi verða, kom ég. Nú hefir hinn alvaldi Drottinn sent mig með sinn anda.“17Svo segir Drottinn, frelsari þinn, Hinn heilagi í Ísrael: Ég, Drottinn Guð þinn, er sá sem kenni þér að gjöra það sem þér er gagnlegt, sem vísa þér þann veg, er þú skalt ganga.18Æ, að þú vildir gefa gaum að boðorðum mínum, þá mundi heill þín verða sem fljót og réttlæti þitt sem bylgjur sjávarins.19Niðjar þínir mundu þá verða sem fjörusandur og lífsafkvæmi þín sem sandkorn. Nafn hans mun aldrei afmáð verða og aldrei hverfa burt frá mínu augliti.20Gangið út úr Babýlon, skundið burt frá Kaldeum með fagnaðarópi, boðið þetta og birtið það, útbreiðið það til endimarka jarðarinnar: Drottinn hefir frelsað þjón sinn Jakob!21Og þá þyrsti ekki, þegar hann leiddi þá um öræfin. Hann lét vatn spretta upp úr kletti handa þeim, og hann klauf klettinn, svo að vatnið vall þar upp.22Hinum óguðlegu, segir Drottinn, er enginn friður búinn.
48.2 Stuðningur Slm 71.6 – allsherjar Jes 44.6+
48.3 Fyrri atburðir Jes 42.9+ – boðaði Jes 41.22 – fyrir löngu Jes 44.8; 45.21 – það varð sbr Jes 44.28; 46.10; 55.11
48.4 Úr járni 2Mós 32.9; 5Mós 9.6,13; 2Kon 17.14; Jer 7.26
48.6 Nýtt Jes 42.9+ – óþekkt Jer 33.3
48.8 Ekki heyrt Jes 41.26 – svikull Jer 5.11 – heitrofi Jes 43.27 – frá fæðingu Jes 44.2+
48.9 Sefa reiði mína 2Mós 34.6 – nafns míns Jes 52.5
48.10 Hreinsaði þig Jer 6.29
48.11 Vanhelgast nafn mitt Esk 20.9,14; 36.22-23 – sæmd mína … Jes 42.8
48.12 Fyrsti og síðasti Jes 41.4+
48.13 Guð skapar Jes 42.5+ ; sjá einnig 44.24
48.14 Hver hefur sagt fyrir? Jes 41.26+ – Kýrus Jes 40.13+ – vilji Drottins, áform Jes 53.10
48.15 Brautargengi sbr Jes 44.28; 53.10
48.16 Frá upphafi Jes 40.21+ – í leyndum Jes 45.19+ – Drottinn sent mig Jes 61.1 – anda Jes 42.1; Mík 3.8
48.17 Drottinn, lausnari þinn Jes 41.14+ – Hinn heilagi í Ísrael Jes 1.4+ ; sbr Jes 40.28 – ég er sá Jes 44.24+
48.18 Aðeins að þú … Slm 81.14-17 – sem fljót Jes 66.12
48.19 Niðjar Jes 44.3+ – sandur Jes 10.22+ ; sbr Hab 1.9 – nafn þeirra Jes 66.22 – aldrei afmáð 1Sam 24.22; sbr Slm 37.38
48.20 Frá Babýlon Jes 52.11; Jer 51.6; Opb 18.4; sbr Slm 126.1-2 – frelsaði Jes 41.14+ – þjón sinn Jes 41.8+
48.21 Vatn úr kletti Slm 78.15-16+ ; sbr Jes 43.20
48.22 Guðleysingjar Jes 57.21