1Orðið, sem Jesaja Amozsyni vitraðist um Júda og Jerúsalem.2Það skal verða á hinum síðustu dögum, að fjall það, er hús Drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallatindi og gnæfa upp yfir hæðirnar, og þangað munu allir lýðirnir streyma.3Og margar þjóðir munu búast til ferðar og segja: Komið, förum upp á fjall Drottins, til húss Jakobs Guðs, svo að hann kenni oss sína vegu og vér megum ganga á hans stigum, því að frá Síon mun kenning út ganga og orð Drottins frá Jerúsalem.4Og hann mun dæma meðal lýðanna og skera úr málum margra þjóða. Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.5Ættmenn Jakobs, komið, göngum í ljósi Drottins.6Þú hefir hafnað þjóð þinni, ættmönnum Jakobs, því að þeir eru allir í austurlenskum göldrum og spáförum, eins og Filistar, og fylla landið útlendum mönnum.7Land þeirra er fullt af silfri og gulli, og fjársjóðir þeirra eru óþrjótandi. Land þeirra er fullt af stríðshestum, og vagnar þeirra eru óteljandi.8Land þeirra er fullt af falsguðum, þeir falla fram fyrir eigin handaverkum sínum, fram fyrir því, sem fingur þeirra hafa gjört.9En mannkind skal beygjast og maðurinn lægjast, og eigi munt þú fyrirgefa þeim.10Gakk þú inn í bergið og fel þig í jörðu fyrir ógnum Drottins og ljóma hátignar hans.11Hin drembilegu augu mannsins skulu lægjast og hroki mannanna beygjast, og Drottinn einn skal á þeim degi háleitur vera.12Sannarlega mun dagur Drottins allsherjar upp renna. Hann kemur yfir allt það, sem dramblátt er og hrokafullt, og yfir allt, er hátt gnæfir, það skal lægjast13og yfir öll hin hávöxnu og gnæfandi sedrustré á Líbanon, og yfir allar Basanseikur,14og yfir öll há fjöll og allar gnæfandi hæðir,15og yfir alla háreista turna og yfir alla ókleifa múrveggi,16og yfir alla Tarsisknörru og yfir allt ginnandi glys.17Og dramblæti mannsins skal lægjast og hroki mannanna beygjast, og Drottinn einn skal á þeim degi háleitur vera.18Og falsguðirnir það er með öllu úti um þá.19Þá munu menn smjúga inn í bjarghella og jarðholur fyrir ógnum Drottins og fyrir ljóma hátignar hans, þegar hann rís upp til þess að skelfa jörðina.20Á þeim degi munu menn kasta fyrir moldvörpur og leðurblökur silfurgoðum sínum og gullgoðum, er þeir hafa gjört sér til að falla fram fyrir,21en skreiðast sjálfir inn í klettagjár og hamarskorur fyrir ógnum Drottins og fyrir ljóma hátignar hans, þegar hann rís upp til þess að skelfa jörðina.22Hættið að treysta mönnum, hverfulan lífsanda hafa þeir í nösum sér. Hvers virði eru þeir?
2.3 Til Jerúsalem 5Mós 16.16; Slm 122.4 – margar þjóðir Mík 4.1+ – Jakobs Guð Slm 46.8; 75.10; 76.7; 84.9
2.4 Dæma Jes 11.3-4; 16.5 – stríð og friður Hós 2.20; Sak 9.10; Slm 46.10; sbr Jl 3.15
2.5 Ljós Drottins Jes 10.17; 60.1; sbr Slm 56.14; 119.105; Okv 6.23; Jóh 3.19+
2.6 Galdrar Jes 57.3; 3Mós 19.26; 5Mós 18.10
2.7 Vagnar, hestar Jes 31.1; 5Mós 17.16; Slm 20.8
2.8 Handverk Jes 17.8
2.10 Fel þig Hós 10.8; Lúk 23.30; Opb 6.15 – ógnir (sjá Slm 7.7; 9.21) – dýrð og vald Slm 21.6; 29.2; 104.1
2.11 Hið drembilega lægist Jes 37.29; Okv 15.25; Sír 10.13; Lúk 1.51
2.12 Dagur Drottins Jl 1.15+
2.13 Líbanon Jes 10.34; 14.8; 29.17; 33.9; 40.16; 60.13; 5Mós 3.25; 1Kon 5.13,20; Jer 22.6; Nah 1.4; Slm 29.6; 92.13 – Basan Am 4.1+ ; Jes 33.9; Esk 27.6; Mík 7.14; Sak 11.2
2.16 Tarsisskip Jes 23.1,14; 60.9; 1Kon 10.22; 22.49; Slm 48.8; sbr Jón 1.3
2.19 Drottinn rís upp 4Mós 10.35; Slm 82.8
2.22 Maðurinn, vindblær Slm 8.5; 9.21; 39.5-7; 89.48; 102.12; 103.15; 144.3-4; Job 7.16-17; 10.20; 25.6; sbr Jes 42.5; 1Mós 2.7; Job 32.8