1Af stofni Ísaí mun kvistur fram spretta og angi upp vaxa af rótum hans.2Yfir honum mun hvíla andi Drottins: Andi vísdóms og skilnings, andi ráðspeki og kraftar, andi þekkingar og ótta Drottins.3Unun hans mun vera að óttast Drottin. Hann mun ekki dæma eftir því, sem augu hans sjá, og ekki skera úr málum eftir því, sem eyru hans heyra.4Með réttvísi mun hann dæma hina fátæku og skera með réttlæti úr málum hinna nauðstöddu í landinu. Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns og deyða hinn óguðlega með anda vara sinna.5Réttlæti mun vera beltið um lendar hans og trúfesti beltið um mjaðmir hans.6Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, kálfar, ung ljón og alifé ganga saman og smásveinn gæta þeirra.7Kýr og birna munu vera á beit saman og kálfar og húnar liggja hvorir hjá öðrum, og ljónið mun hey eta sem naut.8Brjóstmylkingurinn mun leika sér við holudyr nöðrunnar, og barnið nývanið af brjósti stinga hendi sinni inn í bæli hornormsins.9Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra, því að jörðin er full af þekkingu á Drottni, eins og djúp sjávarins er vötnum hulið.10Á þeim degi mun rótarkvistur Ísaí standa sem hermerki fyrir þjóðirnar og lýðirnir leita til hans, og bústaður hans mun dýrlegur verða.11Á þeim degi mun Drottinn útrétta hönd sína í annað sinn til þess að endurkaupa þær leifar fólks síns, sem eftir eru í Assýríu, Norður-Egyptalandi, Suður-Egyptalandi, Blálandi, Elam, Babýloníu, Hamat og á eyjum hafsins.12Og hann mun reisa merki fyrir þjóðirnar, heimta saman hina brottreknu menn úr Ísrael og safna saman hinum tvístruðu konum úr Júda frá fjórum höfuðáttum heimsins.13Þá mun öfund Efraíms hverfa og fjandskapur Júda líða undir lok. Efraím mun ekki öfundast við Júda og Júda ekki fjandskapast við Efraím.14Þeir munu steypa sér niður á síðu Filista gegn vestri og ræna í sameiningu austurbyggja. Edóm og Móab munu þeir hremma og Ammónítar verða þeim lýðskyldir.15Og Drottinn mun þurrka upp voga Egyptahafs og bregða hendi sinni yfir fljótið í stríðum stormi og skipta því í sjö kvíslir, svo að yfir má ganga með skó á fótum.16Og það skal verða brautarvegur fyrir þær leifar fólks hans, sem enn eru eftir í Assýríu, eins og var fyrir Ísrael, þá er hann fór af Egyptalandi.
11.2 Andi Drottins Jes 42.1; 59.21; 61.1; 1Sam 16.13; 2Sam 23.2; Jóh 1.32-33; sbr Jes 30.1 – speki, skilnings, visku Jes 9.6; 28.6 – guðsótti Okv 1.7 – þekking Jes 1.3; Hós 4.1; 6.6; Kól 2.2
11.3 Réttlátur konungur Jes 9.5; 32.1-2; 2Sam 14.17; 1Kon 3.16-28; Jer 23.5; Slm 72.1-7; sbr Jóh 2.24-25
11.4 Fátækir og vanmáttugir Jes 29.19-20; Slm 72.2-4,12-13; sbr Jes 10.2; 32.7; Am 2.7; 8.4 – sprota munns síns 2Þess 2.8; sbr Opb 2.16
11.5 Réttlætið sem belti Ef 6.14
11.6 Úlfur og lamb Jes 65.25
11.8 Friður með mönnum og dýrum Jes 35.9; 3Mós 26.6; Esk 34.25,28; Hós 2.20; Job 5.22-23; sbr 1Mós 3.15
11.9 Enginn mun gera illt Jes 65.25; sbr Slm 101.8 – heilaga fjall Jes 2.2-3; Slm 3.5+ – þekking á Drottni Jer 31.33-34; Hab 2.14; sbr Hab 3.3; Slm 33.5
11.10 Rótarkvistur Ísaí Róm 15.12 – hermerki Jes 5.26+ – lýðir safnast Jes 2.2-3 – búsataður hans dýrlegur Jes 4.5-6
11.11 Endurlausn sbr Jes 10.26; 11.16; 43.16-19; 48.20-21 – hefja upp hönd 2Mós 3.20 – leifar Jes 4.3+ ; 10.20+ – Egyptaland og Patros Jer 44.1; sbr Esk 29.14; 30.14 – Kúss Jes 18.1; 20.3-5 – Elam Jes 21.2 – Sínat 1Mós 10.10; Dan 1.2 – Hamat Jes 10.9; 2Kon 17.24 – eyjum úti í hafi Jes 24.15
11.12 Hin mikla heimför Jes 43.5-6; 49.12,22; 60.4; 66.20; Slm 147.2
11.13 Öfund Efraíms og Júda Jes 7.1-9,17; 9.20 – að nýju eitt ríki Jer 3.18; 23.5-6; 31.6; Esk 34.23; 37.15-28; Hós 2.2; 3.5
11.14 Verða að hlýða 2Sam 8.12; Am 9.11-12; Ób 19-20; Slm 60.10 – niður yfir Filistea Jes 14.28-32; Sef 2.5-7 – þjóðirnar í austri Jer 49.28 – Edóm og Móab Jes 15-16; 21.11-12; 25.10-12; 34.5-15; sbr 24.7-13
11.15 Lausn og heimför Jes 40.3-4; 41.17-20; 42.15-16; 43.16-21; 48.20-21 – veifa hendi 2Mós 14.21-27; 15.12 – fljótið Jes 7.20; 8.7 – ganga yfir 2Mós 14.22-29; 15.19
11.16 Braut Jes 19.23; 35.8; 40.3-4; 42.16; 43.19; 49.11; 57.14; 62.10