1Svo segir Drottinn: Sjá, ég vek upp eyðandi storm gegn Babýlon og gegn íbúum Kaldeu.2Ég sendi vinsara gegn Babýlon, að þeir vinsi hana og tæmi land hennar. Þegar þeir umkringja hana á óheilladegi,3skal enginn benda boga sinn né reigja sig í pansara sínum. Hlífið ekki æskumönnum hennar, helgið banni allan her hennar,4svo að vegnir menn falli í landi Kaldea og sverði lagðir hnígi á strætum hennar,5af því að land þeirra er fullt af sekt gegn Hinum heilaga í Ísrael. En Ísrael og Júda eru ekki yfirgefin af Guði sínum, Drottni allsherjar.6Flýið út úr Babýlon og hver og einn forði lífi sínu. Látið eigi tortíma yður vegna misgjörða hennar. Því að það er hefndartími Drottins, hann endurgeldur henni eins og hún hefir til unnið.7Babýlon var gullbikar í hendi Drottins, er gjörði alla jörðina drukkna. Af víni hennar drukku þjóðirnar, fyrir því létu þjóðirnar sem þær væru óðar.8Sviplega er Babýlon fallin og sundurmoluð. Kveinið yfir henni! Sækið smyrsl við kvölum hennar, má vera að hún verði læknuð.9Vér ætluðum að lækna Babýlon, en hún var ólæknandi. Yfirgefið hana, og förum hver til síns lands, því að refsidómur sá, er yfir hana gengur, nær til himins og gnæfir við ský.10Drottinn hefir leitt í ljós vort réttláta málefni, komið, vér skulum kunngjöra í Síon verk Drottins, Guðs vors!11Fægið örvarnar, takið á yður skjölduna! Drottinn hefir vakið hugmóð Medíukonunga, því að fyrirætlan hans er miðuð gegn Babýlon til þess að eyða hana. Því að það er hefnd Drottins, hefnd fyrir musteri hans.12Reisið merki gegn Babýlonsmúrum! Aukið vörðinn! Skipið verði! Setjið launsátur! Því að Drottinn hefir ákveðið og framkvæmir það, er hann hefir hótað Babýlonsbúum.13Þú, sem býr við hin miklu vötn, auðug að fjársjóðum, endadægur þitt er komið, lífdagar þínir taldir.14Drottinn allsherjar sver við sjálfan sig: Þótt ég hefði fyllt þig mönnum, eins og engisprettum, munu menn þó hefja siguróp yfir þér.15Hann, sem gjört hefir jörðina með krafti sínum, skapað heiminn af speki sinni og þanið út himininn af hyggjuviti sínu,16þegar hann þrumar, svarar vatnagnýr í himninum, þegar hann lætur ský upp stíga frá endimörkum jarðar og gjörir leiftur til þess að búa rás regninu og hleypir vindinum út úr forðabúrum hans,17þá stendur sérhver maður undrandi og skilur þetta ekki, og sérhver gullsmiður skammast sín fyrir líkneski sitt, því að hin steyptu líkneski hans eru tál, og í þeim er enginn andi.18Hégómi eru þau, háðungar-smíði, þegar hegningartími þeirra kemur, er úti um þau.19En hlutdeild Jakobs er ekki þeim lík, heldur er hann skapari alls, og Ísrael er hans eignarkynkvísl. Drottinn allsherjar er nafn hans.20Þú varst mér hamar, hervopn, að ég gæti molað sundur með þér þjóðir og eytt með þér konungsríki,21að ég gæti molað sundur með þér hesta og reiðmenn, að ég gæti molað sundur með þér vagna og þá, sem í þeim óku,22að ég gæti molað sundur með þér karla og konur, að ég gæti molað sundur með þér gamla og unga, að ég gæti molað sundur með þér æskumenn og meyjar,23að ég gæti molað sundur með þér hirða og hjarðir, að ég gæti molað sundur með þér akurmenn og sameyki þeirra, að ég gæti molað sundur með þér jarla og landstjóra!24Ég endurgeld Babel og öllum íbúum Kaldeu allt það illt, er þeir hafa gjört Síon að yður áhorfandi segir Drottinn.25Sjá, ég ætla að finna þig, þú Skaðræðisfjall segir Drottinn þú sem skaðræði vannst allri jörðinni, og ég útrétti hönd mína gegn þér og velti þér ofan af hömrunum og gjöri þig að brenndu fjalli.26Úr þér skulu menn ekki sækja hornsteina, né undirstöðusteina, heldur skalt þú verða að eilífri auðn segir Drottinn.27Reisið merki á jörðinni! Þeytið lúðurinn meðal þjóðanna! Vígið þjóðir móti henni! Kallið móti henni konungsríki Ararats, Minní og Askenas! Skipið herforingja móti henni! Færið fram hesta, líka byrstum engisprettum!28Vígið þjóðir móti henni, konunga Medíu, jarla hennar og landstjóra og allt land ríkis þeirra.29Þá nötrar jörðin og bifast, því að fyrirætlanir Drottins gegn Babýlon rætast, með því að hann gjörir Babýlon að auðn, svo að enginn býr þar.30Kappar Babýlons hætta við að berjast, þeir halda kyrru fyrir í virkjunum, hreysti þeirra er þorrin, þeir eru orðnir að konum. Menn hafa lagt eld í híbýli hennar, slagbrandar hennar eru brotnir.31Hlaupasveinn hleypur móti hlaupasveini og sendiboði móti sendiboða til þess að boða Babelkonungi að borg hans sé unnin öllumegin,32brýrnar teknar, sefmýrarnar brenndar í eldi og hermennirnir skelfdir.33Já, svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Dóttirin Babýlon líkist láfa á þeim tíma, þá er hann er troðinn. Innan skamms kemur og uppskerutími fyrir hana.34Nebúkadresar Babelkonungur hefir etið oss, hefir eytt oss, hann gjörði úr oss tómt ílát. Hann svalg oss eins og dreki, kýldi vömb sína og rak oss burt úr unaðslandi voru!35Það ofbeldi og sú misþyrming, sem ég hefi orðið fyrir, komi yfir Babýlon, segi Síonbúar, og blóð mitt komi yfir íbúa Kaldeu, segi Jerúsalem.36Fyrir því segir Drottinn svo: Sjá, ég tek að mér málefni þitt og læt þig ná rétti þínum. Ég þurrka upp vatn Babýlons og læt uppsprettu hennar þorna.37Og hún skal verða að grjóthrúgu, að sjakalabæli, að skelfing og háði, enginn skal þar búa.38Þeir öskra allir eins og ung ljón, gnöllra eins og ljónshvolpar.39En þegar græðgihitinn er kominn í þá, vil ég búa þeim veislu og gjöra þá drukkna, til þess að þeir verði kátir. Því næst skulu þeir sofna eilífum svefni og ekki vakna framar! segir Drottinn.40Ég læt þá hníga sem lömb til slátrunar, sem hrúta ásamt höfrum.41Hversu varð Sesak unnin og tekin, hún er fræg var um víða veröld! Hversu er Babýlon orðin að skelfingu meðal þjóðanna!42Sjórinn gekk yfir Babýlon, hún huldist gnýjandi bylgjum hans.43Borgir hennar urðu að auðn, að þurru landi og heiði. Enginn maður mun framar búa þar né nokkurt mannsbarn fara þar um.44Ég vitja Bels í Babýlon og tek út úr munni hans það, er hann hefir gleypt, og eigi skulu þjóðir framar streyma til hans. Babýlonsmúr hrynur einnig.45Far út úr henni, lýður minn, og hver og einn forði lífi sínu undan hinni brennandi reiði Drottins.46Látið ekki hugfallast og verðið ekki hræddir við tíðindin, sem heyrast í landinu. Þessi tíðindi koma þetta árið og því næst önnur tíðindi annað árið: ofbeldi er framið í landinu, og drottnari rís mót drottnara.47Fyrir því, sjá, þeir dagar koma, að ég vitja skurðgoða Babýlons, og þá mun allt land hennar verða til skammar og allir vegnir menn hennar falla inni í henni.48Þá mun himinn og jörð og allt, sem í þeim er, hlakka yfir Babýlon, því að úr norðri brjótast eyðendurnir inn yfir hana segir Drottinn.49Babýlon verður að falla vegna hinna vegnu manna af Ísrael, eins og vegnir menn hafa orðið að falla um alla jörðina vegna Babýlon.50Þér, sem undan sverðinu hafið komist, haldið þér áfram, standið ekki við. Minnist Drottins í fjarlægð og hafið Jerúsalem í huga.51Vér erum orðnir til skammar, því að vér urðum varir við fyrirlitningu, blygðun hylur auglit vor, því að útlendir menn hafa brotist inn yfir helgidóma musteris Drottins.52Fyrir því, sjá, þeir dagar munu koma segir Drottinn að ég vitja skurðgoða hennar, og sverði lagðir menn skulu stynja í öllu landi hennar.53Þó að Babýlon hefji sig til himins og þó að hún gjöri vígi sitt svo hátt, að það verði ókleift, þá munu þó frá mér koma eyðendur yfir hana segir Drottinn.54Heyr! Neyðarkvein frá Babýlon og mikil eyðilegging úr landi Kaldea!55Já, Drottinn eyðir Babýlon og upprætir úr henni hinn mikla hávaða. Bylgjur þeirra gnýja eins og stór vötn, gjallandi kveður við óp þeirra.56Því að eyðandi kemur yfir hana, yfir Babýlon, og kappar hennar verða teknir höndum og bogar þeirra brotnir, því að Drottinn er Guð endurgjaldsins, hann endurgeldur áreiðanlega.57Ég gjöri drukkna höfðingja hennar og vitringa, jarla hennar og landstjóra og kappa hennar. Þeir skulu sofna eilífum svefni og eigi vakna framar segir konungurinn. Drottinn allsherjar er nafn hans.58Svo segir Drottinn allsherjar: Hinn víði Babýlonsmúr skal rifinn verða til grunna og hin háu borgarhlið hennar brennd í eldi, já, lýðir vinna fyrir gýg og þjóðir leggja á sig erfiði fyrir eldinn!59Skipunin sem Jeremía spámaður lagði fyrir Seraja Neríason, Mahasejasonar, þá er hann fór í erindum Sedekía Júdakonungs til Babýlon, á fjórða ári ríkisstjórnar hans. En Seraja var herbúðastjóri.60En Jeremía skrifaði alla þá ógæfu, er koma mundi yfir Babýlon, í eina bók allar þessar ræður, sem ritaðar eru um Babýlon.61Jeremía sagði við Seraja: Þá er þú kemur til Babýlon, þá sjá til, að þú lesir upp öll þessi orð,62og seg: Drottinn, þú hefir sjálfur hótað þessum stað að afmá hann, svo að enginn byggi framar í honum, hvorki menn né skepnur, því að eilífri auðn skal hún verða.63Og þegar þú hefir lesið bók þessa til enda, þá bind þú við hana stein og kasta þú henni út í Efrat,64og seg: Svo skal Babýlon sökkva og ekki rísa upp aftur, vegna þeirrar ógæfu, er ég læt yfir hana koma! Hér lýkur orðum Jeremía.
51.3 Helga banni Jer 50.21
51.5 Synd gegn Drottni Jer 50.29 – Hinn heilagi í Ísrael Jes 1.4+ – ekki yfirgefin Jes 54.4-8
51.6 Flýið frá Babýlon Jer 50.8+ ; sbr 1Mós 19.15-17; Opb 18.4 – tími fyrir hefnd Jer 51.11; 50.15+ – eftir verkum hennar Jer 25.14+
51.7 Bikar Jer 25.15+,16 – þjóðirnar drukku Opb 14.8
51.8 Fallin og brotin Opb 18.2,9 – smyrsl Jer 8.22; 46.11
51.9 Ólæknandi Jer 10.19+ – yfirgefið Jer 51.45 – til himins Jón 1.2; Opb 18.5
51.10 Réttan málstað Jer 23.6; Slm 37.6 – segja frá Jer 50.28; Slm 9.15; 73.28
51.11 Konungarnir í Medíu Jes 13.17 – gegn Babýlon Jer 51.29 – hefnd Drottins Jer 46.10; 50.15,28
51.13 Auðug Nah 2.14; Matt 6.19,24; Lúk 12.20-21; Jak 5.1-5
51.14 Drottinn sver Jer 22.5+
51.15 Skapaði jörðina Jes 44.24+ ; 45.18
51.16 Ský, regn Jer 14.22; 5Mós 28.12; Job 38.34-35
51.17 Skammast sín Jer 2.5; Jes 2.20; 42.17; 45.16
51.18 Vindgustur Jer 10.8 – tími reikningsskila Jer 8.12+
51.19 Líkist þeim ekki Jer 10.16 – Hlutskitpi Jakobs 5Mós 32.9; Sak 2.12 – Drottinn hersveitanna Jer 46.18+
51.20 Kylfa Jer 50.23+
51.24 Ég endurgeld Jer 25.14+
51.25 Ég held gegn þér Jer 21.13+ – gegn þér Jer 15.6 – að grjóthrúgu Opb 8.7-8; 18.
51.26 Hornsteinn Jes 28.16
51.27 Fáni, hafurshorn Jer 4.5-6 – heilagt stríð Jer 6.4+
51.29 Fyrirætlanir Drottins Jer 50.45-46; 51.11
51.31 Babýlon fallin Jer 50.2,24
51.33 Líkist þreskivelli Jes 21.10 – uppskera (dómur) Jes 63.1-6; Jl 4.13; Matt 3.12+
51.35 Blóð mitt … 3Mós 20.9,11-13; Jós 2.19; 2Sam 1.16; 3.29; 16.8; 1Kon 2.32,33,37; Esk 18.13; 33.4-5; Matt 27.25
51.36 Mál þitt Jer 50.34
51.37 Andstyggð og fyrirlitning Jer 18.16+
51.39 Gera drukkna Jer 25.15+
51.41 Háð um Babýlon Jer 48.17
51.44 Bel Jer 50.2+
51.45 Farðu burt Jer 51.9 – undan heift Drottins Jes 2.10
51.46 Hræðast orðróminn Matt 24.6
51.47 Hjáguðir Jer 50.2; 51.52
51.48 Fagna vegna Babýlon Jes 44.23; Opb 18.20 – úr norðri Jer 50.3,9,41; sbr 1.14+
51.49 Babýlon endurgoldið Jer 51.24
51.50 Undan sverðinu Jer 44.28 – hafið Jerúasalem í huga Slm 137.5
51.51 Helgidómurinn saurgaður Slm 79.1; Hlj 1.10
51.53 Gnæfi við himin Jes 14.13; Job 20.6
51.56 Guð sem launar Jer 25.14+
51.57 Drukknir leiðtogar Jer 25.15+ – Drottinn allsherjar Jer 46.18+
51.58 Fyrir gýg Hab 2.13
51.59 Sedekía Jer 1.3+ – á fjórða ári Jer 28.1
51.60 Skrifaði á bók Jer 30.2; 36.2
51.62 Fyrirætlun Drottins Jer 50.3; 51.25-26
51.63 Táknrænar athafnir Jer 13.1+
51.64 Aldrei upp aftur Jer 50.32; Opb 18.21 – ræður Jeremía Jer 1.1