1Ræður Jeremía Hilkíasonar, er var einn af prestunum í Anatót í Benjamínslandi,2en til hans kom orð Drottins á dögum Jósía Amónssonar, konungs í Júda, á þrettánda ríkisári hans.3Og það kom enn fremur á dögum Jójakíms Jósíasonar, konungs í Júda, allt til ársloka hins ellefta árs Sedekía Jósíasonar, konungs í Júda, allt til herleiðingar Jerúsalembúa í fimmta mánuðinum.4Orð Drottins kom til mín:5Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig. Ég hefi ákvarðað þig til að vera spámann þjóðanna!6Þá sagði ég: Æ, herra Drottinn! Sjá, ég kann ekki að tala, því að ég er enn svo ungur.7En Drottinn sagði við mig: Seg ekki: Ég er enn svo ungur! heldur skalt þú fara til allra, sem ég sendi þig til, og tala allt það, er ég býð þér.8Þú skalt ekki óttast þá, því að ég er með þér til þess að frelsa þig! segir Drottinn.9Því næst rétti Drottinn út hönd sína og snart munn minn. Og Drottinn sagði við mig: Sjá, ég legg orð mín þér í munn.10Sjá þú, ég set þig í dag yfir þjóðirnar og yfir konungsríkin til þess að uppræta og umturna, eyða og rífa niður, byggja og gróðursetja!11Orð Drottins kom til mín: Hvað sér þú, Jeremía? Ég svaraði: Ég sé möndluviðargrein.12En Drottinn sagði við mig: Þú hefir séð rétt, því að ég vaki yfir orði mínu til þess að framkvæma það.13Þá kom orð Drottins til mín annað sinn: Hvað sér þú? Ég svaraði: Ég sé sjóðandi pott, og snýr hann framhliðinni að oss úr norðri.14Þá sagði Drottinn við mig: Úr norðri mun ógæfan koma sjóðandi yfir alla íbúa landsins.15Því sjá, ég kalla allar ættkvíslir ríkjanna í norðri Drottinn segir það, til þess að þeir komi og reisi hver og einn upp hásæti sitt úti fyrir hliðum Jerúsalem og gegn öllum múrum hennar hringinn í kring og gegn öllum borgum í Júda.16Og ég mun kveða upp dóma mína yfir þeim, vegna allrar illsku þeirra, að þeir hafa yfirgefið mig og fært öðrum guðum reykelsisfórnir og fallið fram fyrir handaverkum sínum.17En gyrð þú lendar þínar, statt upp og tala til þeirra allt, sem ég býð þér. Vertu ekki hræddur við þá, til þess að ég gjöri þig ekki hræddan frammi fyrir þeim.18Sjá, ég gjöri þig í dag að rammbyggðri borg og að járnsúlu og að eirveggjum gegn öllu landinu, gegn Júdakonungunum, gegn höfðingjum þess, gegn prestum þess og gegn öllum landslýðnum,19og þótt þeir berjist gegn þér, þá munu þeir eigi fá yfirstigið þig, því að ég er með þér til þess að frelsa þig Drottinn segir það. 2.-25. kapítuli
1.2 Á dögum Jósía 2Kon 21.24-23.30; Jer 3.6; 36.2; Sef 1.1 – á þrettánda stjórnarári Jer 25.3; sbr 36.2
1.3 Á dögum Jójakíms 2Kon 23.36-24.6; Jer 22.13-19; 26.1,21; 36.1 – Sedekía 2Kon 24.17-25.7; Jer 21.1-10; 24.8; 28.1; 32.1; 37-38; 39.1-2; 51.59 – herleiðing Jerúsalembúa 2Kon 25.8-21; Jer 39.9; 52.15,28-30
1.5 Ég mótaði þig Jer 18.6; 1Mós 2.7; Slm 33.15; 139.13-16; Job 10.8-12; 2Makk 7.22-23; SSal 7.1; sbr Jes 43.1; 44.2,21,24; 49.1-5; Slm 22.10 – valdi þig Am 3.2; Jóh 10.27; Róm 8.29 – helgaði þig Jer 2.3; 12.3; 3Mós 20.26; Slm 105.15 – fyrir fæðingu Dóm 13.5; Jes 49.1-5; Sír 49.7; Lúk 1.15,35; Gal 1.15; sbr Jóh 10.36
1.6 Svo ungur sbr 1Kon 3.7; Job 32.4,6; Lúk 3.23
1.7 Árangurslausar mótbárur 2Mós 4.11-12 – ég sendi þig Jes 6.8; Esk 2.3-7
1.8 Með þér Jer 1.19; 15.20; 30.11; 1Mós 26.24; 2Mós 3.12; Dóm 6.12; Jes 7.14; 41.10; Sef 3.17; Matt 28.20; Róm 8.31
1.9 Snerti munn minn Jes 6.7; Dan 10.16; sbr Esk 2.8-3.3 – orð mín þér í munn Jer 5.14; 15.19; 2Mós 4.12,15; 5Mós 18.18; Jes 51.16
1.10 Yfir þjóðum Jer 12.14-17; 25.15-38; 27.1-11; 44.30; 46-51; Jes 42.1; Post 9.15 – uppræta, umturna … Jer 18.7; 31.28; 45.4; Sír 49.7; sbr Jer 12.14 – byggja og gróðursetja Jer 18.9; 24.6; 31.28; 32.41; 42.10; sbr 31.4
1.11 Hvað sérðu? Jer 24.3; Am 7.8; 8.2
1.12 Guð vakir Jer 31.28; 44.27; Dan 9.14; Bar 2.9 – yfir orði sínu Jer 23.29; 44.29; 51.62-64; Jós 23.14; 1Sam 3.19, Jes 55.10-11; Hab 2.3; Tób 14.4; Matt 5.18; 2Pét 3.9
1.14 Úr norðri (ógæfa) Jer 4.6; 6.1,22; 10.22; 13.20; 15.12; 25.9; 46.10,20; 47.2; 50.3,41; 51.48; Jes 14.31; Esk 38.14-16; Jl 2.20
1.15 Guð kallar Jer 25.9; Jes 5.26 – hásæti óvinanna Jer 39.3; 43.10
1.16 Yfirgáfu mig Jer 2.13+ – færðu fórnir Jer 7.9; 11.12; 18.15; 19.4,13; 32.29; 44.3,17-18
1.17 Gyrða lendar þínar 2Kon 4.29; 9.1; Job 38.3; 40.7; sbr Lúk 12.35+ – láttu ekki hugfallast Jer 10.3; 30.10 – ella … Jes 7.9; Matt 13.12