1Á tuttugasta og fyrsta degi hins sjöunda mánaðar talaði Drottinn fyrir munn Haggaí spámanns á þessa leið:2Mæl þú til Serúbabels Sealtíelssonar, landstjóra í Júda, og til Jósúa Jósadakssonar æðsta prests og til þeirra sem eftir eru af lýðnum, á þessa leið:3Hver er sá af yður eftir orðinn, er séð hefir þetta hús í sinni fyrri vegsemd, og hversu virðist yður það nú? Er það ekki einskisvert í yðar augum?4En ver samt hughraustur, Serúbabel segir Drottinn og ver hughraustur, Jósúa Jósadaksson æðsti prestur, og ver hughraustur, allur landslýður segir Drottinn og haldið áfram verkinu, því að ég er með yður segir Drottinn allsherjar5samkvæmt heiti því, er ég gjörði við yður, þá er þér fóruð af Egyptalandi, og andi minn dvelur meðal yðar. Óttist ekki.6Því að svo segir Drottinn allsherjar: Eftir skamma hríð mun ég hræra himin og jörð, haf og þurrlendi.7Ég mun hræra allar þjóðir, svo að gersemar allra þjóða skulu hingað koma, og ég mun fylla hús þetta dýrð segir Drottinn allsherjar.8Mitt er silfrið, mitt er gullið segir Drottinn allsherjar.9Hin síðari dýrð þessa musteris mun meiri verða en hin fyrri var segir Drottinn allsherjar og ég mun veita heill á þessum stað segir Drottinn allsherjar.10Á tuttugasta og fjórða degi hins níunda mánaðar, á öðru ríkisári Daríusar, talaði Drottinn fyrir munn Haggaí spámanns á þessa leið:11Svo segir Drottinn allsherjar: Leitaðu fræðslu prestanna um þetta:12Setjum, að maður beri heilagt kjöt í kyrtilskauti sínu og snerti síðan brauð, einhvern rétt matar, vín, olíu eða eitthvað annað matarkyns með kyrtilskauti sínu, verður það þá heilagt af því? Prestarnir svöruðu og sögðu: Nei!13Þá spurði Haggaí: Ef maður, sem orðinn er óhreinn, af því að hann hefir snortið lík, kemur við eitthvað af þessu, verður það þá óhreint? Prestarnir svöruðu og sögðu: Já, það verður óhreint.14Þá tók Haggaí til máls og sagði: Eins er um þennan lýð og þessa þjóð í mínum augum segir Drottinn svo og um allt verk er þeir vinna, og það sem þeir færa mér þar að fórn, það er óhreint.15Og rennið nú huganum frá þessum degi aftur í tímann, áður en steinn var lagður á stein ofan í musteri Drottins.16Hvernig leið yður þá? Kæmi maður að kornbing, sem gjöra skyldi tuttugu skeppur, þá urðu þær tíu. Kæmi maður að vínþröng og ætlaði að ausa fimmtíu könnur úr þrónni, þá urðu þar ekki nema tuttugu.17Ég hefi refsað yður með korndrepi og gulnan og hagli yfir öll handaverk yðar, og þó snúið þér yður ekki til mín! segir Drottinn.18Rennið nú huganum frá þessum degi lengra aftur í tímann, frá hinum tuttugasta og fjórða degi hins níunda mánaðar, frá þeim degi er lagður var grundvöllur að musteri Drottins. Rennið huganum yfir,19hvort enn sé korn í forðabúrinu og hvort víntrén og fíkjutrén og granateplatrén og olíutrén beri ekki enn ávöxt. Frá þessum degi vil ég blessun gefa!20Orð Drottins kom til Haggaí annað sinn hinn tuttugasta og fjórða sama mánaðar, svo hljóðandi:21Mæl til Serúbabels, landstjóra í Júda á þessa leið: Ég mun hræra himin og jörð.22Ég kollvarpa veldisstólum konungsríkjanna og eyðilegg vald hinna heiðnu konungsríkja. Ég kollvarpa vögnum og þeim, sem í þeim aka, og hestarnir skulu hníga dauðir og þeir, sem á þeim sitja, hver fyrir annars sverði.23Á þeim degi segir Drottinn allsherjar tek ég þig, Serúbabel Sealtíelsson, þjónn minn, og fer með þig eins og innsiglishring, því að þig hefi ég útvalið segir Drottinn allsherjar.
2.3 Fyrri vegsemd Esr 3.10-13
2.4 Með yður Hag 1.13
2.5 Meðal yðar sbr 2Mós 13.21-22; 14.19
2.6 Sbr Heb 12.26-27 – eftir skamma hríð Jóh 13.33; 14.19; 16.16 – hræra himin og jörð Jes 13.13; Hab 3.6; Slm 18.8
2.7 Fjársjóði Jes 60.5-11; 66.12; Opb 21.24-26
2.9 Heill Jes 11.6-9; Jer 33.6-9; Sak 8.4-5,12
2.11 Leita úrskurðar prestanna 3Mós 27.8,11-12,14; Jer 2.8; Esk 7.26; Sak 7.1-3; Mal 2.7
2.13 Snerta lík 3Mós 22.4
2.16 Lítill áragnur Hag 1.6+
2.17 Sneruð yður ekki Am 4.6+ – korndrjóli, drep Am 4.9+
2.19 Blessun 1Mós 39.5; 49.25; 5Mós 12.7; 15.14; Jes 65.8; Mal 3.10; Slm 84.7; Job 1.10; 42.12
2.21 Hræra himin og jörð Hag 2.6+
2.22 Bræðravíg Dóm 7.22, Esk 38.21; Sak 14.13
2.23 Innsiglishringur Jer 22.24; (sjá 1Mós 38.18; Llj 8.6) – þig hef ég valið 5Mós 7.6; Jes 43.10; 44.1-2; 45.4; Slm 78.68,70; 135.4; Matt 3.17 og hlst.