1Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn.2Af þessu getið þér þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem játar, að Jesús sé Kristur kominn í holdi, er frá Guði.3En sérhver andi, sem ekki játar Jesú, er ekki frá Guði. Hann er andkristsins andi, sem þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar er hann í heiminum.4Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því að sá er meiri, sem í yður er, en sá, sem er í heiminum.5Falsspámennirnir heyra heiminum til. Þess vegna tala þeir eins og heimurinn talar, og heimurinn hlýðir á þá.6Vér heyrum Guði til. Hver sem þekkir Guð hlýðir á oss. Sá sem ekki heyrir Guði til hlýðir ekki á oss. Af þessu þekkjum vér sundur anda sannleikans og anda villunnar.7Þér elskaðir, elskum hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver sem elskar er af Guði fæddur og þekkir Guð.8Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikur.9Í því birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann.10Þetta er kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera friðþæging fyrir syndir vorar.11Þér elskaðir, fyrst Guð hefur svo elskað oss, þá ber einnig oss að elska hver annan.12Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef vér elskum hver annan, þá er Guð stöðugur í oss og kærleikur hans er fullkomnaður í oss.13Vér þekkjum, að vér erum stöðugir í honum og hann í oss, af því að hann hefur gefið oss af sínum anda.14Vér höfum séð og vitnum, að faðirinn hefur sent soninn til að vera frelsari heimsins.15Hver sem játar, að Jesús sé Guðs sonur, í honum er Guð stöðugur og hann í Guði.16Vér þekkjum kærleikann, sem Guð hefur á oss, og trúum á hann. Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.17Með því er kærleikurinn orðinn fullkominn hjá oss, að vér höfum djörfung á degi dómsins, því að vér erum í þessum heimi eins og hann er.18Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn felur í sér hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni.19Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði.20Ef einhver segir: Ég elska Guð, og hatar bróður sinn, sá er lygari. Því að sá sem elskar ekki bróður sinn, sem hann hefur séð, getur ekki elskað Guð, sem hann hefur ekki séð.21Og þetta boðorð höfum vér frá honum, að sá sem elskar Guð á einnig að elska bróður sinn.
4.2 Þekkja anda Guðs 1Kor 12.3 – játning trúarinnar 1Tím 6.12-13,20-21
4.3 Andkristins andi Post 20.29; 2Þess 2.7; 1Jóh 2.18+
4.4 Hafið sigrað Jóh 16.33; Róm 8.37; 1Jóh 2.13-14; 5.4-5; Opb 2.7,11,26; 3.5,12,21; 12.11; 17.14 – öflugri Matt 12.29
4.5 Eru af heiminum til Jóh 15.19; 17.14
4.6 Erum af Guði Jóh 18.37 – hlýðir á Jóh 8.47; 10.26-27; 2Tím 4.4
4.7 Elskum hvert annað 1Jóh 3.11,23; 4.11 – barn Guðs 1Jóh 2.29; 5.1
4.8 Guð er Jóh 4.24; 1Jóh 1.5 – kærleikur Jóh 3.16; 5.20; 10.17; 15.9; 17.26; 1Jóh 4.9-11,16
4.9 Sendi einkason sinn Jóh 3.16 – veita nýtt líf Ef 2.4-5; Kól 2.13
4.10 Elska Guðs framar öllu Róm 5.8-10; 1Jóh 4.19 – friðþæging 2Kor 5.19; 1Jóh 2.2+
4.11 Ber okkur einnig Matt 18.33
4.12 Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð 2Mós 33.20; Jóh 1.18; 1Tím 6.16 – Guð nálægur í kærleikanum Jóh 14.23; 1Jóh 3.24 – kærleikurinn fullkomnaður 1Jóh 2.5; 4.17
4.13 Andi hans Róm 8.9; 1Kor 12.3; 1Jóh 3.24
4.14 Sjónarvottar 1Jóh 1.2 – frelsari heimsins Jóh 3.17; 4.42
4.15 Játa trú á Jesú Jóh 9.22,35; Róm 10.9; 1Jóh 2.23; 2Jóh 9 – sonurinn 1Jóh 5.5
4.16 Trúa og þekkja Jóh 6.69; 8.31-32; 10.38; 1Jóh 3.16 – Guð hefur á okkur kærleika Róm 5.8 – Guð er kærleikur 1Jóh 4.8+
4.17 Elska hvert annað 1Jóh 2.5; 4.12 – djörfung 1Jóh 2.28 – eins og Jesús 1Jóh 2.6
4.18 Elskan rekur út óttann Róm 8.15; 1Jóh 3.20
4.19 Að fyrra bragði 1Jóh 4.10
4.20 Elska Guð og elska trúsystkin sín 3Mós 19.18; Matt 5.23-24,44-45; 24.40,45 – lygari 1Jóh 2.4
4.21 Hið tvöfalda kærleiksboðorð Matt 22.36-40 og hlst.; sbr 1Kor 13; 1Jóh 3.23