1Páll, Silvanus og Tímóteus heilsa söfnuði Þessaloníkumanna, sem er í Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Náð sé með yður og friður.2Vér þökkum ávallt Guði fyrir yður alla, er vér minnumst yðar í bænum vorum.3Fyrir augsýn Guðs og föður vors erum vér sífellt minnugir starfs yðar í trúnni, erfiðis yðar í kærleikanum og stöðuglyndis yðar í voninni á Drottin vorn Jesú Krist.4Guð elskar yður, bræður, og vér vitum, að hann hefur útvalið yður.5Fagnaðarerindi vort kom eigi til yðar í orðum einum, heldur einnig í krafti og í heilögum anda og með fullkominni sannfæringu. Þér vitið, hvernig vér komum fram hjá yður, yðar vegna.6Og þér hafið gjörst eftirbreytendur vorir og Drottins, er þér tókuð á móti orðinu með fögnuði heilags anda, þrátt fyrir mikla þrengingu.7Þannig eruð þér orðnir fyrirmynd öllum trúuðum í Makedóníu og í Akkeu.8Frá yður hefur orð Drottins hljómað, ekki einungis í Makedóníu og Akkeu, heldur er trú yðar á Guð kunn orðin alls staðar. Vér þurfum ekkert um það að tala,9því að þeir segja sjálfir, á hvern hátt vér komum til yðar og hvernig þér sneruð yður til Guðs frá skurðgoðunum, til þess að þjóna lifandi og sönnum Guði,10og væntið nú sonar hans frá himnum, sem hann vakti upp frá dauðum, Jesú, er frelsar oss frá hinni komandi reiði.
1.2 Þakkargjörð og bæn Fil 1.3-4; Kól 1.3; 2Þess 1.11
1.3 Trú, kærleikur og von 1Kor 13.13+
1.4 Hin útvöldu Jes 65.9,22; Lúk 18.7; Róm 8.33; 11.7,28; 1Pét 1.2; 2Pét 1.10
1.5 Kraftur fagnaðarerindisins Róm 1.16; 1Kor 2.1-5; 4.20
1.6 Eftirbreytendur Krists og postulanna Matt 10.18 og hlst.; Jóh 15.20; 1Kor 4.16; Fil 3.17; 1Þess 2.14-15; 2Þess 3.9
1.7 Orðið Mrk 3.13,23,33 og hlst; Post 6.4; Gal 6.6; Fil 1.14; Kól 4.3; 2Tím 4.2 – orð Guðs 1Þess 1.8; 2.13; 4.15; 2Þess 3.1 – mikil þrenging Post 17.5-9 – með fögnuði Lúk 18.13 – fyrirmynd 1Pét 5.3 – Makedónía 2Kor 1.16 – Akkea 2Kor 1.1
1.8 Kunn alls staðar Róm 1.8
1.9 Til Guðs frá skurðgoðunum Post 14.15; 15.19-20; 26.18; 1Kor 10.7,14; Gal 4.9 – lifandi og sannur Guð Jer 10.10; Jóh 17.3; Post 14.15
1.10 Vænta sonar hans 1Kor 1.7; Tít 2.13 – komandi reiði Róm 1.18; 2.5; 5.9; 1Þess 2.16 – Jesús frelsar oss 1Þess 5.9