1Páll, að vilja Guðs postuli Krists Jesú, heilsar hinum heilögu, sem eru í Efesus, þeim sem trúa á Krist Jesú.2Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.3Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem í Kristi hefur blessað oss með hvers konar andlegri blessun í himinhæðum.4Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum5ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun6til vegsemdar dýrð hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni.7Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra.8Svo auðug er náð hans, sem hann gaf oss ríkulega með hvers konar vísdómi og skilningi.9Og hann kunngjörði oss leyndardóm vilja síns, þá ákvörðun,10sem hann hafði með sjálfum sér ákveðið að framkvæma, er fylling tímans kæmi: Hann ætlaði að safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á jörðu, undir eitt höfuð í Kristi.11Í honum höfum vér þá líka öðlast arfleifðina, eins og oss var fyrirhugað samkvæmt fyrirætlun hans, er framkvæmir allt eftir ályktun vilja síns,12til þess að vér, sem áður höfum sett von vora til Krists, skyldum vera dýrð hans til vegsemdar.13Í honum eruð og þér, eftir að hafa heyrt orð sannleikans, fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar og tekið trú á hann og verið merktir innsigli heilags anda, sem yður var fyrirheitið.14Hann er pantur arfleifðar vorrar, að vér verðum endurleystir Guði til eignar, dýrð hans til vegsemdar.15Eftir að hafa heyrt um trú yðar á Drottin Jesú og um kærleika yðar til allra heilagra,16hef ég þess vegna ekki heldur látið af að þakka fyrir yður, er ég minnist yðar í bænum mínum.17Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann.18Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu,19og hver hinn yfirgnæfandi máttur hans við oss, sem trúum. En þetta er sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn,20sem hann lét koma fram í Kristi, er hann vakti hann frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar í himinhæðum,21ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herradómi og sérhverju nafni, sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld, heldur og í hinni komandi.22Allt hefur hann lagt undir fætur honum og gefið hann kirkjunni sem höfuðið yfir öllu.23En kirkjan er líkami hans og fyllist af honum, sem sjálfur fyllir allt í öllu.
1.3 Lofaður sé Guð 2Kor 1.3; 1Pét 1.3
1.4-14 Ákvað fyrirfram Róm 8.28-30 – útvelja Jóh 15.16
1.4 Áður en grunnur heimsins var lagður Jóh 17.24; 2Þess 2.13 – lýtalaus Ef 5.27; Kól 1.22
1.5 Gera að börnum sínum Róm 8.15-16; Gal 4.4-5; Jóh 1.12; 1Jóh 3.1
1.6 Hinn elskaði Kól 1.13; Matt 3.17; 5Mós 33.12
1.7 Verk Krists Kól 1.13-14 – endurlausn Róm 3.24-25 – fyrir hans blóð Ef 2.13+
1.8 Svo auðug er náð hans Ef 2.7 – vísdómur Kól 1.9; 4.5
1.9 Leyndardómur Ef 3.3+
1.10 Fylling tímans Mrk 1.15; Gal 4.4 – undir eitt höfuð Kól 1.16-17
1.11 Arfleiðin Ef 1.14; Kól 1.12+ ; 4Mós 18.20; Slm 16.5 – fyrirætlun Guðs Róm 8.28-29; Ef 3.11
1.12 Von Ef 1.18+
1.13 Innsigli heilags anda Ef 4.30; 2Kor 1.22 – fyrirheit um heilagan anda Gal 3.14
1.14 Pantur arfleiðarinnar 2Kor 5.5; Róm 8.14-17,23 – arfleið Róm 8.17; Gal 3.29; 4.7; Kól 1.12+
1.15-16 Þakkarbæn Kól 1.4,9; Róm 1.8-9; 1Þess 1.2; Fílm 4-5
1.17-18 Beðið fyrir trúuðum Kól 1.9+
1.17 Andi speki Jes 11.2; SSal 7.7 – andi opinberunar 1Kor 2.10
1.18 Að þér sjáið Ef 3.9 – von Ef 1.12; 2.12; 4.4; Róm 8.24-25 – arfleið Kól 1.12+
1.19-20 Máttur Guðs í Kristi Róm 1.4; 2Kor 13.4; Kól 2.12 – í oss Róm 8.11; 1Kor 6.14; Ef 3.20; Fil 3.10
1.20 Lét setjast … Slm 110.1; Kól 3.1+ Heb 1.3 – á himnum Ef 1.3
1.21 Ofar öllu Kól 1.15-20; 2.10; Matt 28.18; 1Kor 15.24-25; Fil 2.9; Heb 1.3-4 – hulin öfl Kól 1.16+
1.22 Allt hefur hann lagt … Slm 8.7; 1Kor 15.27 – Kristur höfuð kirkjunnar Ef 4.15
1.23 Kirkjan líkami Krists Kól 1.18+ – fyllist Ef 4.10; Kól 1.19; 2.9; Jóh 1.16