1Samson fór niður til Timna og sá konu eina þar í Timna. Var hún ein af dætrum Filista.2Síðan fór hann heim aftur og sagði föður sínum og móður frá þessu og mælti: Ég hefi séð konu eina í Timna. Er hún ein af dætrum Filista. Takið þið hana nú mér til handa að eiginkonu.3En faðir hans og móðir sögðu við hann: Er þá engin kona meðal dætra frænda þinna og í öllu fólki mínu, að þú þurfir að fara og taka þér konu af Filistum, sem eru óumskornir? Samson svaraði föður sínum: Tak hana mér til handa, því að hún geðjast augum mínum.4En faðir hans og móðir vissu ekki, að þetta var frá Drottni, og að hann leitaði færis við Filistana. Um þær mundir drottnuðu Filistar yfir Ísrael.5Þá fóru þau Samson og faðir hans og móðir niður til Timna. Og er þau komu að víngörðum Timna, þá kom ungt ljón öskrandi í móti honum.6Þá kom andi Drottins yfir hann, svo að hann sleit það sundur, eins og menn slíta sundur hafurkið, og hann hafði þó ekkert í hendinni. En eigi sagði hann föður sínum né móður frá því, er hann hafði gjört.7Síðan fór Samson ofan og talaði við konuna, og hún geðjaðist augum hans.8Eftir nokkurn tíma kom hann aftur að sækja hana. Vék hann þá af leið til þess að sjá dauða ljónið, og sjá, býflugur voru í ljónshræinu og hunang.9Og hann tók það í lófa sér, hélt síðan áfram og át, og hann fór til föður síns og móður og gaf þeim, og þau átu. En ekki sagði hann þeim frá því, að hann hefði tekið hunangið úr ljónshræinu.10Því næst fór faðir hans ofan til konunnar, og gjörði Samson þar veislu, því að sá var háttur ungra manna.11En er þeir sáu hann, fengu þeir honum þrjátíu brúðarsveina, er vera skyldu með honum.12Og Samson sagði við þá: Ég mun bera upp fyrir yður gátu eina. Ef þér fáið ráðið hana á þessum sjö veisludögum og getið hennar, þá mun ég gefa yður þrjátíu kyrtla og þrjátíu hátíðaklæðnaði.13En ef þér getið ekki ráðið hana, þá skuluð þér gefa mér þrjátíu kyrtla og þrjátíu hátíðaklæðnaði. Þeir svöruðu honum: Ber þú upp gátu þína, svo að vér megum heyra hana.14Þá sagði hann við þá: Æti gekk út af etanda og sætleiki gekk út af hinum sterka. Og liðu svo þrír dagar að þeir gátu ekki ráðið gátuna.15Á fjórða degi sögðu þeir við konu Samsonar: Ginn þú bónda þinn til að segja oss ráðningu gátunnar, ella munum vér þig í eldi brenna og hús föður þíns. Hafið þér boðið oss til þess að féfletta oss? Er ekki svo?16Þá grét kona Samsonar og sagði við hann: Hatur hefir þú á mér, en enga ást, þú hefir borið upp gátu fyrir samlöndum mínum, en ekki sagt mér ráðningu hennar. Hann svaraði henni: Sjá, ég hefi ekki sagt föður mínum og móður minni ráðningu hennar og ætti þó að segja þér hana?17Og hún grét og barmaði sér við hann sjö dagana, sem veislan stóð yfir, og á sjöunda degi sagði hann henni ráðninguna, af því að hún gekk svo fast á hann. En hún sagði samlöndum sínum ráðningu gátunnar.18Þá sögðu borgarmenn við hann á sjöunda degi, áður sól settist: Hvað er sætara en hunang? Og hvað er sterkara en ljón? Samson sagði við þá: Ef þér hefðuð ekki erjað með kvígu minni, munduð þér ekki hafa ráðið gátu mína.19Þá kom andi Drottins yfir hann, svo að hann fór ofan til Askalon og drap þrjátíu menn af þeim, tók klæðnaði þeirra og gaf þá þeim að hátíðaklæðum, er ráðið höfðu gátuna. Og hann varð ákaflega reiður og fór upp til húss föður síns.20En kona Samsonar giftist brúðarsveini hans, þeim er hann hafði valið sér að svaramanni.
14.2 Fá að eiginkonu 1Mós 34.4
14.3 Kona í Ísrael 1Mós 24.3-4; 28.1-2; 5Mós 7.3-4; Neh 13.23-27 – óumskornir Dóm 15.18; 1Sam 14.6; 17.26,36; 31.4; 2Sam 1.20; 1Kro 10.4
14.4 Verk Drottins Jes 28.29; Slm 118.23; Post 5.39
14.6 Andi Drottins Dóm 3.10+ – barist við ljón 1Sam 17.34-37; 2Sam 23.20
14.12 Gáta 1Kon 10.1; Esk 17.2
14.15 Brenna Dóm 15.5
14.19 Andi Drottins Dóm 3.10+ – Askalon Jós 13.3