1Heyrið þetta orð, þér Basans kvígur á Samaríufjalli, sem kúgið hina snauðu, misþyrmið hinum fátæku, sem segið við menn yðar: Dragið að, svo að vér megum drekka!2Drottinn Guð hefir svarið við heilagleik sinn: Sjá, þeir dagar munu yfir yður koma, að þér skuluð verða burt færðar með önglum og hinar síðustu af yður með goggum.3Þá munuð þér fara út um veggskörðin, hver beint sem horfir, og yður mun verða varpað til Hermon, segir Drottinn.4Farið til Betel og syndgið, til Gilgal og syndgið enn þá meir! Berið fram sláturfórnir yðar að morgni dags, á þriðja degi tíundir yðar!5Brennið sýrð brauð í þakkarfórn, boðið til sjálfviljafórna, gjörið þær heyrinkunnar! Því að það er yðar yndi, Ísraelsmanna, segir Drottinn Guð.6Ég hefi látið yður halda hreinum tönnum í öllum borgum yðar og látið mat skorta í öllum bústöðum yðar. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn.7Ég synjaði yður um regn, þá er þrír mánuðir voru til uppskeru, og ég lét rigna í einni borg, en ekki í annarri. Ein akurspildan vökvaðist af regni, en önnur akurspilda, sem regnið vökvaði ekki, hún skrælnaði.8Menn ráfuðu úr tveimur, þremur borgum til einnar borgar til að fá sér vatn að drekka, en fengu þó eigi slökkt þorstann. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn.9Ég refsaði yður með korndrepi og gulnan. Ég eyddi aldingarða yðar og víngarða, engisprettur upp átu fíkjutré yðar og olíutré. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn.10Ég sendi yður drepsótt eins og á Egyptalandi, ég deyddi æskumenn yðar með sverði, auk þess voru hestar yðar fluttir burt hernumdir, og ég lét hrævadauninn úr herbúðum yðar leggja fyrir vit yðar. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn.11Ég olli umturnun meðal yðar, eins og þegar Guð umturnaði Sódómu og Gómorru, og þér voruð eins og brandur úr báli dreginn. Og þó hafið þér ekki snúið yður til mín, segir Drottinn.12Fyrir því vil ég svo með þig fara, Ísrael. Af því að ég ætla að fara svo með þig, þá ver viðbúinn að mæta Guði þínum, Ísrael!13Sjá, hann er sá, sem myndað hefir fjöllin og skapað vindinn, sá sem boðar mönnunum það, er hann hefir í hyggju, sá er gjörir myrkur að morgunroða og gengur eftir hæðum jarðarinnar. Drottinn, Guð allsherjar er nafn hans.

4.1 Dætur höfuðborgarinnar Jes 3.16-24 – Basan 5Mós 32.14; Esk 39.18; Slm 22.13 – umkomulausir kúgaðir Am 2.7-8; 5.11-12; 8.4,6; Jes 3.14-15; 10.1-2 – svall Am 6.6; Jes 22.13
4.2 Drottinn hefiur svarið Am 6.8+
4.4 Betel Am 7.10-13 og Gilgal Am 5.5-6; Hós 4.15+ – tíund 1Mós 28.22
4.5 Sýrð brauð 3Mós 2.1-11; 7.11-12 – sjálfviljafórn Slm 66.13-15 – hrópa hátt Matt 6.2-3
4.6 Ógæfa til aðvörunar 3Mós 26.14-39; 5Mós 28.15-46 – þér snéruð ekki aftur Jes 9.12; Hós 7.10; Matt 23.37-38
4.7 Þurrkur 1Kon 17.1; Jer 3.3; 14.1-6; Jl 1.17-18
4.8 Þorsti Am 8.11-12
4.9 Með korndrepi og gulnan 5Mós 28.22; 1Kon 8.37; Hag 2.17 – uppskerunni eytt Am 7.2; Jl 1.4-20
4.10 Drepsótt 2Mós 9.3-7; 5Mós 7.15; 28.60
4.11 Sódóma og Gómorra 1Mós 19.24-28; Jes 13.19; Jer 49.18; 50.40; sbr Hós 11.8 – úr eldi dreginn Sak 3.2; sbr Am 3.12
4.12 Búa þig undir 2Mós 19.11; Esk 38.7; 2Kro 35.4 – mæta Guði Jl 2.11; Mal 3.1-2
4.13 Skaparinn lofaður Am 5.8-9; 9.5-6 – hann boðar Am 3.7+