1Sem samverkamenn hans áminnum vér yður einnig, að þér látið ekki náð Guðs, sem þér hafið þegið, verða til einskis.2Hann segir: Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðis degi hjálpaði ég þér.Nú er hagkvæm tíð, nú er hjálpræðis dagur.3Í engu viljum vér vera neinum til ásteytingar, til þess að þjónustan verði ekki fyrir lasti.4Á allan hátt sýnum vér, að vér erum þjónar Guðs, með miklu þolgæði í þrengingum, í nauðum, í angist,5undir höggum, í fangelsi, í upphlaupum, í erfiði, í vökum, í föstum,6með grandvarleik, með þekkingu, með langlyndi, með góðvild, með heilögum anda, með falslausum kærleika,7með sannleiksorði, með krafti Guðs, með vopnum réttlætisins til sóknar og varnar,8í heiðri og vanheiðri, í lasti og lofi. Vér erum álitnir afvegaleiðendur, en erum sannorðir,9óþekktir, en þó alþekktir, komnir í dauðann og samt lifum vér, tyftaðir og þó ekki deyddir,10hryggir, en þó ávallt glaðir, fátækir, en auðgum þó marga, öreigar, en eigum þó allt.11Frjálslega tölum vér við yður, Korintumenn. Rúmt er um yður í hjarta voru.12Ekki er þröngt um yður hjá oss, en í hjörtum yðar er þröngt.13En svo að sama komi á móti, ég tala eins og við börn mín _, þá látið þér líka verða rúmgott hjá yður.14Gangið ekki undir ósamkynja ok með vantrúuðum. Hvað er sameiginlegt með réttlæti og ranglæti? Hvaða samfélag hefur ljós við myrkur?15Hver er samhljóðan Krists við Belíar? Hver hlutdeild er trúuðum með vantrúuðum?16Hvernig má sætta musteri Guðs við skurðgoð? Vér erum musteri lifanda Guðs, eins og Guð hefur sagt: Ég mun búa hjá þeim og ganga um meðal þeirra, og ég mun vera Guð þeirra, og þeir munu vera lýður minn.17Þess vegna segir Drottinn: Farið burt frá þeim, og skiljið yður frá þeim. Snertið ekki neitt óhreint, og ég mun taka yður að mér18og ég mun vera yður faðir, og þér munuð vera mér synir og dætur,segir Drottinn alvaldur.
6.4-5 Þolgæði 2Kor 11.23-27
6.7 Vopn hinna kristnu SSal 5.17-21; Róm 13.12; 2Kor 10.4; Ef 6.16-17
6.10 Öreigi en á þó allt 2Kor 8.9
6.13 Börn mín 1Kor 4.14; Gal 4.19; 1Þess 2.11; Fílm 10
6.16 Ég mun búa meðal þeirra … 3Mós 26.12; Jer 32.38; Esk 37.27 – musteri Guðs 1Kor 3.16; 6.19
6.17 Farið burt … Jes 52.11; Esk 20.34,41; Jer 51.45; Opb 18.4
6.18 Ég mun vera … Hós 2.1; 2Sam 7.14; Jes 43.6; Jer 31.9