1Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs, kom ég ekki með frábærri mælskusnilld eða speki.2Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesú Krist og hann krossfestan.3Og ég dvaldist á meðal yðar í veikleika, ótta og mikilli angist.4Orðræða mín og prédikun studdist ekki við sannfærandi vísdómsorð, heldur við sönnun anda og kraftar,5til þess að trú yðar væri eigi byggð á vísdómi manna, heldur á krafti Guðs.6Speki tölum vér meðal hinna fullkomnu, þó ekki speki þessarar aldar eða höfðingja þessarar aldar, sem að engu verða,7heldur tölum vér leynda speki Guðs, sem hulin hefur verið, en Guð hefur frá eilífð fyrirhugað oss til dýrðar.8Enginn af höfðingjum þessarar aldar þekkti hana, því að ef þeir hefðu þekkt hana, hefðu þeir ekki krossfest Drottin dýrðarinnar.9En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann.10En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs.11Hver meðal manna veit hvað mannsins er, nema andi mannsins, sem í honum er? Þannig hefur heldur enginn komist að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs andi.12En vér höfum ekki hlotið anda heimsins, heldur andann, sem er frá Guði, til þess að vér skulum vita, hvað oss er af Guði gefið.13Enda tölum vér það ekki með orðum, sem mannlegur vísdómur kennir, heldur með orðum, sem andinn kennir, og útlistum andleg efni á andlegan hátt.14Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er, því að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það, af því að það dæmist andlega.15En hinn andlegi dæmir um allt, en um hann sjálfan verður ekki dæmt af neinum.16Því að hver hefur þekkt huga Drottins, að hann geti frætt hann?En vér höfum huga Krists.
2.2 Krossfestan Gal 6.14
2.3 Í veikleika … Post 18.9; 2Kor 10.1
2.4 Treysti sönnun og krafti 1Þess 1.5; sbr 1Kor 14.25
2.6 Hin fullkomnu Ef 4.13; Fil 3.15; sbr 1Kor 3.1; 14.20 – höfðingjar þessarar aldar sbr Kól 1.16+
2.7 Hulin Róm 16.25-27; Kól 1.26; sbr Matt 13.11+
2.8 Hefðu þeir þekkt … Lúk 23.34 – Drottinn dýrðarinnar Jak 2.1
2.9 Það sem auga … Jes 64.3; 52.15; Jer 3.16 – þeim er hann elska Sír 1.10
2.10 Guð hefur opinberað Matt 13.11
2.11 Andi mannsins veit Okv 20.27
2.12 Andinn frá Guði veitir skilning Jóh 16.13-14
2.13 Með oðrum sem andinn kennir 1Kor 2.4
2.14 Jarðbundinn maður Jóh 8.47; 14.17 – heimska 1Kor 1.23
2.15 Sá sem hefur andann dæmir 1Jóh 2.20
2.16 Hver hefur þekkt … ? Jes 40.13; Róm 11.34