1Snú þú við, Ísrael, til Drottins, Guðs þíns, því að þú steyptist fyrir misgjörð þína.2Takið orð með yður og hverfið aftur til Drottins. Segið við hann: Fyrirgef með öllu misgjörð vora og ver góður, og vér skulum greiða þér ávöxt vara vorra.3Assýría skal eigi framar hjálpa oss, vér viljum eigi ríða stríðshestum og eigi framar segja Guð vor við verk handa vorra. Því að hjá þér hlýtur hinn munaðarlausi líkn!4Ég vil lækna fráhvarf þeirra, elska þá af frjálsum vilja, því að reiði mín hefir snúið sér frá þeim.5Ég vil verða Ísrael sem döggin, hann skal blómgast sem lilja og skjóta rótum sem Líbanonsskógur.6Frjóangar hans skulu breiðast út og toppskrúðið verða sem á olíutré og ilmur hans verða sem Líbanonsilmur.7Þeir sem búa í skugga hans, skulu aftur rækta korn og blómgast eins og vínviður. Þeir skulu verða eins nafntogaðir og vínið frá Líbanon.8Hvað á Efraím framar saman við skurðgoðin að sælda? Ég hefi bænheyrt hann, ég lít til hans. Ég er sem laufgrænt kýprestré. Það mun í ljós koma, að ávextir þínir eru frá mér komnir.9Hver er svo vitur, að hann skilji þetta, svo hygginn, að hann sjái það? Já, vegir Drottins eru réttir. Hinir réttlátu ganga þá öruggir, en hinir ranglátu hrasa á þeim.
14.2 Snúðu aftur Jer 31.21 – til Drottins Hós 6.1; 11.5+
14.3 Orð að fórn Heb 13.15
14.4 Assýría bjargar ekki Hós 5.13; 7.11; 8.9; 12.2; Jes 31.1 – herstyrkur Hós 1.7; sbr 8.14; – falsguðir, verk manna Jes 44.9,20; Jer 2.28; 10.3-5 – ,,Guð vor” 2Mós 32.4,8; 1Kon 12.28; Jes 44.16-17; Jer 2.27; sbr Hós 2.10; 4.17; 8.4-6; 10.5-6; 11.2; 13.2 – Hinn munaðarlausi hlýtur miskunn hjá Guði 2Mós 22.22-24; Slm 68.6; 146.9
14.5 Lækna Hós 6.1; 7.1; Jes 30.26; 57.18; Jer 30.17 – elska Hós 2.3 sbr 1.6; 9.15
14.6-8 Ísrael blómgast á ný Jes 27.6
14.9 Guð bænheyrir Hós 2.23-25 – Guð gefur Hós 2.10
14.10 Hver er svo vitur? Jer 9.11; Slm 107.43; Préd 8.1