1En nú segir Drottinn svo, sá er skóp þig, Jakobsætt, og myndaði þig, Ísrael: Óttast þú eigi, því að ég frelsa þig. Ég kalla á þig með nafni, þú ert minn.2Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég með þér, gegnum vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir þig. Gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna þig, og loginn skal eigi granda þér.3Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, Hinn heilagi í Ísrael frelsari þinn. Ég gef Egyptaland í lausnargjald fyrir þig, læt Bláland og Seba í stað þín.4Sökum þess að þú ert dýrmætur í mínum augum og mikils metinn, og af því að ég elska þig, þá legg ég menn í sölurnar fyrir þig og þjóðir fyrir líf þitt.5Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Ég kem með niðja þína úr austri og safna þér saman úr vestri.6Ég segi við norðrið: Lát fram! og við suðrið: Haltu þeim eigi! Flyt þú sonu mína úr fjarlægð og dætur mínar frá endimörkum jarðarinnar:7sérhvern þann, sem við nafn mitt er kenndur og ég hefi skapað mér til dýrðar, sérhvern þann, er ég hefi myndað og gjört!8Lát nú koma fram lýð þann, sem blindur er, þótt hann hafi augu, og þá menn, sem daufir eru, þótt þeir hafi eyru.9Lát alla heiðingjana safnast í einn hóp og þjóðirnar koma saman. Hver af þeim getur kunngjört slíkt og látið oss heyra það, er áður er fram komið? Leiði þeir fram votta sína og færi sönnur á mál sitt, svo að menn segi, er þeir heyra það: Það er satt!10En þér eruð mínir vottar, segir Drottinn, og minn þjónn, sem ég hefi útvalið, til þess að þér skylduð kannast við og trúa mér og skilja, að það er ég einn. Á undan mér hefir enginn guð verið búinn til, og eftir mig mun enginn verða til.11Ég, ég er Drottinn, og enginn frelsari er til nema ég.12Það var ég, sem boðaði og hjálpaði og kunngjörði, en enginn annar yðar á meðal, og þér eruð vottar mínir segir Drottinn. Ég er Guð.13Já, enn í dag er ég hinn sami. Enginn getur frelsað af minni hendi. Hver vill gjöra það ógjört, sem ég framkvæmi?14Svo segir Drottinn, frelsari yðar, Hinn heilagi í Ísrael: Yðar vegna sendi ég til Babýlon og brýt niður slagbranda hennar. Og gleðilæti Kaldeanna munu snúast í sorgarsöng.15Ég, Drottinn, er yðar Heilagi, skapari Ísraels, konungur yðar.16Svo segir Drottinn, hann sem lagði veg yfir hafið og braut yfir hin ströngu vötn,17hann sem leiddi út vagna og hesta, herafla og fyrirliða. Þeir liggja þar hver með öðrum og fá eigi risið á fætur, þeir slokknuðu, kulnuðu út sem hörkveikur:18Rennið eigi huga til hins umliðna og gefið eigi gætur að því er áður var.19Sjá, nú hefi ég nýtt fyrir stafni, það tekur þegar að votta fyrir því sjáið þér það ekki? Ég gjöri veg um eyðimörkina og leiði ár um öræfin.20Dýr merkurinnar, sjakalar og strútsfuglar skulu vegsama mig, því að ég leiði vatn um eyðimörkina og ár um öræfin til þess að svala lýð mínum, mínum útvalda.21Sá lýður, sem ég hefi skapað mér til handa, skal víðfrægja lof mitt.22Eigi hefir þú ákallað mig, Jakobsætt, né lagt þig í líma fyrir mig, Ísrael.23Þú hefir ekki fært mér sauðkindur þínar í brennifórnir og eigi tignað mig með sláturfórnum þínum. Ég hefi eigi mætt þig með matfórnum né þreytt þig með reykelsi.24Þú hefir ekki keypt ilmreyr fyrir silfur mér til handa, og þú hefir ekki satt mig á feiti sláturfórna þinna, heldur hefir þú mætt mig með syndum þínum og þreytt mig með misgjörðum þínum.25Ég, ég einn afmái afbrot þín sjálfs mín vegna og minnist ekki synda þinna.26Minn mig á, við skulum eigast lög við. Tel þú upp, svo að þú fáir réttlætt þig.27Hinn fyrsti forfaðir þinn syndgaði og talsmenn þínir brutu á móti mér.28Þess vegna vanhelgaði ég hina heilögu höfðingja og ofurseldi Jakobsætt bannfæringunni og Ísrael háðunginni.
43.2 Gegnum eld og vatn Slm 66.12; sbr 2Mós 14.21-22; Jes 48.10; 1Kor 3.15
43.3 Hinn heilagi Jes 1.4+ – frelsari Jes 12.2; 17.10; 43.11; 45.15,21; 49.26; 60.16; 62.11; 63.8; 2Mós 15.2; Jer 3.23; 14.8; Sak 9.16; Slm 25.5; 51.16; 65.6; 79.9; 85.5; 106.21; 118.14; 1Tím 1.1+
43.5 Með þér Jes 41.10+ ; Jer 46.28 – úr austri og vestri Jes 49.12; Slm 107.3; sbr Jóh 11.52
43.7 Við nafn mitt Jóh 17.6
43.8 Blindu, heyrnarlausu Jes 42.18; sbr Jes 6.9-10
43.9 Fyrir rétti Jes 41.1+
43.10 Þjónn minn Jes 44.1,21 – vitið sbr Jes 49.23+ – ég er Jóh 8.28 – undan mér … eftir mig Jes 41.4
43.11 Ég er Jes 43.25; 48.15; 51.12; 54.16; 5Mós 32.39; Hós 12.10 – enginn frelsari Post 4.12; sbr Jes 44.6+
43.12 Boðaði Jes 41.26+ – vitni mín Jes 44.8; Post 1.8 – enginn annar 5Mós 32.16; Jer 2.25; Slm 44.21; – ég er Guð Jes 41.14+
43.13 Úr hendi minni 5Mós 32.39; Job 10.7; SSal 16.15 – gert ógert Job 11.10; 23.13
43.14 Lausnari yðar Jes 41.14+ – Hinn heilagi í Ísrael Jes 1.4+
43.15 Skapari Ísraels Jes 43.1+ – konungur yðar Jes 41.21+
43.16 Veg yfir hafið Jes 51.10; 2Mós 14.21-22
43.17 Kulnuðu út 2Mós 14.23-30; 15.3-5,9-10 – eins og hörkveikur Jes 42.3
43.18 Hins liðna Jes 46.9 – meira en útförin af Egyptalandi Jer 23.7-8
43.19 Nýtt 2Kor 5.17; Opb 21.5; sbr Jes 42.9+ – vegur Jes 40.3; 42.16; 49.11
43.20 Vatn í eyðimörkinni Jes 41.18+ ; 42.16; 2Mós 17.1-7
43.21 Þjóðin 1Pét 2.9
43.22 Drottinn ákærir Jes 42.18-25; 50.1-3
43.23 Gagnslaus guðsþjónusta? Mal 3.14
43.25 Ég Jes 41.4+ – áfmái afbrot Jes 44.22; sbr Jes 48.9-11
43.26 Drottinn stefnir Jes 3.13+
43.27 Syndgaði, brutu gegn Jes 48.8 – bann, háðung Jer 25.9