1Hjarta konungsins er eins og vatnslækir í hendi Drottins, hann beygir það til hvers, er honum þóknast.2Manninum þykja allir sínir vegir réttir, en Drottinn vegur hjörtun.3Að iðka réttlæti og rétt er Drottni þóknanlegra en sláturfórn.4Drembileg augu og hrokafullt hjarta eru lampi óguðlegra, allt er það synd.5Fyrirætlanir iðjumannsins reynast fésamar vel, en öll flasfærni lendir í fjárskorti.6Fjársjóðir, sem aflað er með lygatungu, eru sem þjótandi vindblær, snörur dauðans.7Ofríki hinna óguðlegu dregur þá á eftir sér, því að þeir færast undan að gjöra það, sem rétt er.8Boginn er vegur þess manns, sem synd er hlaðinn, en verk hins hreina eru ráðvandleg.9Betri er vist í horni á húsþaki en sambúð við þrasgjarna konu.10Sál hins óguðlega girnist illt, náungi hans finnur enga miskunn hjá honum.11Sé spottaranum refsað, verður hinn einfaldi hygginn, og sé vitur maður fræddur, lærir hann hyggindi.12Gætur gefur réttlátur að húsi hins óguðlega, steypir óguðlegum í ógæfu.13Sá sem byrgir eyrun fyrir kveini hins fátæka, hann mun sjálfur kalla og eigi fá bænheyrslu.14Gjöf á laun sefar reiði og múta í barmi ákafa heift.15Réttlátum manni er gleði að gjöra það, sem rétt er, en illgjörðamönnum er það skelfing.16Sá maður, sem villist af vegi skynseminnar, mun brátt hvílast í söfnuði framliðinna.17Öreigi verður sá, er sólginn er í skemmtanir, sá sem sólginn er í vín og olíu, verður ekki ríkur.18Hinn óguðlegi er lausnargjald fyrir hinn réttláta, og svikarinn kemur í stað hinna hreinskilnu.19Betra er að búa í eyðimerkur-landi en með þrasgjarnri og geðillri konu.20Dýrmætur fjársjóður og olía er í heimkynnum hins vitra, en heimskur maður sólundar því.21Sá sem ástundar réttlæti og kærleika, hann öðlast líf, réttlæti og heiður.22Vitur maður vinnur borg kappanna og rífur niður vígið, sem hún treysti á.23Sá sem varðveitir munn sinn og tungu, hann varðveitir sálu sína frá nauðum.24Sá sem er hrokafullur, dramblátur, hann heitir spottari, sá sem gjörir allt af taumlausum hroka.25Óskir letingjans drepa hann, því að hendur hans vilja ekki vinna.26Ávallt er letinginn að óska sér, en hinn réttláti gefur og er ekki naumur.27Sláturfórn óguðlegra er Drottni andstyggð, hvað þá, sé hún framborin fyrir óhæfuverk.28Falsvottur mun tortímast, en maður, sem heyrt hefir, má ávallt tala.29Óguðlegur maður setur upp öruggan svip, en hinn hreinskilni gjörir veg sinn öruggan.30Engin viska er til og engin hyggni, né heldur ráð gegn Drottni.31Hesturinn er hafður viðbúinn til orustudagsins, en sigurinn er í hendi Drottins.
21.3 Réttlæti fremur en fórn 1Sam 15.22+
21.9 Þrasgjörn kona Okv 19.13+
21.17 Hættur vínsins Okv 20.1+
21.18 Lausnargjald Okv 11.8; Jes 43.4
21.20 Dýrmætur fjársjóður Okv 8.11+
21.23 Gæta tungu sinnar Okv 13.3+
21.24 Spottari Okv 9.7
21.27 Sláturfórn ranglátra 1Sam 15.22+
21.28 Falsvottur mun tortímast Okv 6.19+
21.31 Hesturinn Slm 20.8+