1Eftir Davíð. Lofaður sé Drottinn, bjarg mitt, sem æfir hendur mínar til bardaga, fingur mína til orustu.2Miskunn mín og vígi, háborg mín og hjálpari, skjöldur minn og athvarf, hann leggur þjóðir undir mig.3Drottinn, hvað er maðurinn þess, að þú þekkir hann, mannsins barn, að þú gefir því gaum.4Maðurinn er sem vindblær, dagar hans sem hverfandi skuggi.5Drottinn, sveig þú himin þinn og stíg niður, snertu fjöllin, svo að úr þeim rjúki.6Lát eldinguna leiftra og tvístra óvinum, skjót örvum þínum og skelf þá.7Rétt út hönd þína frá hæðum, hríf mig burt og bjarga mér úr hinum miklu vötnum, af hendi útlendinganna.8Munnur þeirra mælir tál, og hægri hönd þeirra er lyginnar hönd.9Guð, ég vil syngja þér nýjan söng, ég vil leika fyrir þér á tístrengjaða hörpu.10Þú veitir konungunum sigur, hrífur Davíð þjón þinn undan hinu illa sverði.11Hríf mig burt og bjarga mér af hendi útlendinganna. Munnur þeirra mælir tál, og hægri hönd þeirra er lyginnar hönd.12Synir vorir eru sem þroskaðir teinungar í æsku sinni, dætur vorar sem hornsúlur, úthöggnar í hallarstíl.13Hlöður vorar eru fullar og veita afurðir af hverri tegund, fénaður vor getur af sér þúsundir, verður tíþúsundfaldur á haglendum vorum,14uxar vorir klyfjaðir, ekkert skarð og engir hernumdir og ekkert óp á torgum vorum.15Sæl er sú þjóð, sem svo er ástatt fyrir, sæl er sú þjóð, sem á Drottin að Guði.
144.2 Hjálparhella Slm 18.3+ – skjöldur Slm 9.10+
144.3 Hvað er maðurinn? Slm 8.5+
144.4 Vindblær Slm 39.6; 62.10 – eins og skuggi Slm 102.12; Job 8.9; 14.2,3
144.5 Stíg niður Slm 18.10+ – svo að rjúki Slm 104.32+
144.6 Elding, örvar Slm 18.15
144.7 Frá hæðum … út vötnunum Slm 18.17
144.8 Svíkja með hægri hendi Slm 26.10
144.9 Nýjan sögn Slm 33.3+ – leika fyrir Drottni Slm 147.7+
144.10 Guð veitir sigur Slm 33.16-19
144.12 Synir vorir Slm 128.3
144.13 Fullar hlöður 5Mós 28.8; Okv 3.10, sbr Lúk 12.16-21
144.15 Sæl Slm 1.1+ – sú þjóð … Slm 33.12