1Síðan kom upp hlutur Jósefs sona, og hlutu þeir land austan frá Jórdan, gegnt Jeríkó, til Jeríkóvatna, eyðimörkina, sem liggur frá Jeríkó upp á Betelfjöll.2Frá Betel lágu landamerkin til Lúz, þaðan yfir til lands Arkíta, til Atarót,3þaðan ofan á við og í vestur, til lands Jafletíta, að landamærum Bet Hóron neðri og allt til Geser, og þaðan alla leið til sjávar.4Synir Jósefs, Manasse og Efraím, fengu óðal sitt.5Þetta var land Efraíms sona, eftir ættum þeirra: Takmörk ættaróðals þeirra voru að austan Aterót Addar til Bet Hóron efri,6og takmörkin lágu út að hafi. Að norðan var Mikmetat, þaðan beygðu landamerkin af austur á við til Taanat Síló og þar fram hjá austur fyrir Janóha.7En frá Janóha lágu þau ofan á við til Atarót og Naarat, lentu hjá Jeríkó og lágu þaðan að Jórdan.8Frá Tappúa lágu landamerkin í vestur til Kana-lækjar og þaðan alla leið til sjávar. Þetta er óðal kynkvíslar Efraíms sona, eftir ættum þeirra,9auk þess borgirnar, sem skildar voru frá handa Efraíms sonum í ættaróðali Manasse sona allar borgirnar og þorpin, er að lágu.10En ekki ráku þeir burt Kanaanítana, sem bjuggu í Geser. Fyrir því búa Kanaanítar meðal Efraíms fram á þennan dag og urðu vinnuskyldir þrælar.
16.3 Bet-Hóron Jós 10.10 – Geser Jós 10.33; 12.12
16.6 Síló Jós 18.1,8-10
16.9 Borgir Efraíms niðja í Manasse Jós 17.9
16.10 Kanverjar Jós 15.63; 17.12; Dóm 1.29 – Geser sbr 1Kon 9.16-17 – þrælkunarvinna 5Mós 20.11+