Eiginkonan tekin í sátt

1 Drottinn sagði við mig:
„Farðu aftur og elskaðu konu
sem er elskuð af manni sínum en heldur fram hjá.
Elskaðu hana eins og Drottinn elskar Ísraelsmenn
þó að þeir snúi sér að öðrum guðum
og sækist eftir rúsínukökum.“
2Þá keypti ég hana fyrir fimmtán silfurpeninga
og hálfan annan kómer af byggi
3og sagði við hana:
„Þú átt að búa lengi hjá mér,
ekki halda fram hjá og ekki gefast neinum manni
og ég mun heldur ekki ganga inn til þín.“
4Því að Ísraelsmenn verða lengi
án konungs og höfðingja,
án sláturfórna og merkisteins,
án hökuls og húsguða.
5Eftir það munu Ísraelsmenn hverfa aftur
og þeir munu leita Drottins, Guðs síns, og Davíðs, konungs síns.
Skjálfandi koma þeir til Drottins
og góðra gjafa hans á hinum síðustu dögum.