Sálmarnir 125. kafli2017-12-30T21:02:16+00:00
Sálmarnir 125. kafli

1 Helgigönguljóð.
Þeir sem treysta Drottni eru sem Síonarfjall,
það bifast eigi, stendur að eilífu.
2Eins og fjöllin umlykja Jerúsalem
umlykur Drottinn lýð sinn
héðan í frá og að eilífu.
3Því að veldissproti hins rangláta
mun eigi hvíla á landi réttlátra
til þess að hinir réttlátu
seilist ekki með höndum sínum eftir ranglæti.
4Drottinn, vertu góðum góður
og þeim sem hjartahreinir eru.
5En þá sem lenda á refilstigum
mun Drottinn nema brott með illgjörðamönnum.
Friður sé yfir Ísrael.

Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.