1 Þegar múrinn var risinn og ég hafði látið koma fyrir vængjahurðum í hliðunum voru hliðverðir, söngvarar og Levítar skipaðir. 2 Því næst skipaði ég Hananí, bróður minn, og Hananja, foringja virkisins, yfir Jerúsalem því að hann var traustari og guðhræddari en flestir aðrir. 3 Ég gaf þeim þessi fyrirmæli:
„Ekki skal ljúka upp hliðum Jerúsalem fyrr en sól er komin hátt á loft og meðan hún er enn á lofti skal hliðunum lokað og slagbrandar settir fyrir. Enn fremur skal koma á fót varðsveitum Jerúsalembúa. Hver og einn skal standa vörð á sinni varðstöð við eigið hús.“

Skráning leikmanna

4 Borgin var stór og víðáttumikil en fátt fólk bjó í henni og ekki höfðu myndast nýjar fjölskyldur. 5 Þá blés Guð minn mér því í brjóst að kalla saman aðalsmennina, embættismennina og almenning til skrásetningar eftir fjölskyldum þeirra. Ég fann skrá yfir fjölskyldur þeirra sem fyrst höfðu haldið heim og þar var skráð:
6 Þetta eru þeir íbúar skattlandsins Júda sem sneru heim aftur úr útlegðinni sem þeir voru fluttir í. Nebúkadnesar Babýloníukonungur hafði flutt þá brott en þeir sneru nú aftur til Jerúsalem og Júda, hver til sinnar borgar.
7 Þetta eru þeir sem komu með Serúbabel: Jósúa, Nehemía, Asarja, Raamja, Nahamaní, Mordekaí, Bilsan, Misperet, Bigvaí, Nehúm og Bagana.
Þetta er fjöldi karlmanna af Ísraelsþjóð:
8 Niðjar Parós: 2172; 9 niðjar Sefatja: 372; 10 niðjar Ara: 652; 11 niðjar Pahat Móabs, það er að segja Jósúa og Jóabs: 2818; 12 niðjar Elams: 1254; 13 niðjar Sattú: 845; 14 niðjar Sakkaí: 760; 15 niðjar Binnúí: 648; 16 niðjar Bebaí: 628; 17 niðjar Asgads: 2322; 18 niðjar Adóníkams: 667; 19 niðjar Bigvaí: 2067; 20 niðjar Adíns: 655; 21 niðjar Aters, af ætt Hiskía: 98; 22 niðjar Hasúms: 328; 23 niðjar Besaí: 324; 24 niðjar Harífs: 112; 25 menn frá Gíbeon: 95; 26 menn frá Betlehem og Netófa: 188; 27 menn frá Anatót: 128; 28 menn frá Bet Asamavet: 42; 29 menn frá Kirjat Jearím, Kefíra og Beerót: 743; 30 menn frá Rama og Geba: 621; 31 menn frá Mikmas: 122; 32 menn frá Betel og Aí: 123; 33 menn frá hinni Nebóborginni: 52; 34 niðjar hins Elams: 1254; 35 niðjar Haríms: 320; 36 menn frá Jeríkó: 345; 37 menn frá Lód, Hadíd og Ónó: 721; 38 niðjar Senaa: 3930.

Skráning starfsmanna musterisins

39 Prestarnir: niðjar Jedaja, af ætt Jesúa: 973; 40 niðjar Immers: 1052; 41 niðjar Pashúrs: 1247; 42 niðjar Haríms: 1017.
43 Levítarnir: niðjar Jesúa, af ættum Kadmíels, Binnúí og Hodavja: 74.
44 Söngvararnir: niðjar Asafs: 148.
45 Hliðverðirnir: niðjar Sallúms, niðjar Aters, niðjar Talmóns, niðjar Akúbs, niðjar Hatíta og niðjar Sóbaí: 138.
46 Musterisþjónarnir: niðjar Síha, niðjar Hasúfa, niðjar Tabbaóts, 47 niðjar Kerós, niðjar Sía, niðjar Padóns, 48 niðjar Lebana, niðjar Hagaba, niðjar Salmaí, 49 niðjar Hanans, niðjar Giddels, niðjar Gahars, 50 niðjar Reaja, niðjar Resíns, niðjar Nekóda, 51 niðjar Gassams, niðjar Ússa, niðjar Pasea, 52 niðjar Besaí, niðjar Meúníta, niðjar Nefísíta, 53 niðjar Bakbúks, niðjar Hakúfa, niðjar Harhúrs, 54 niðjar Baselíts, niðjar Mehída, niðjar Harsa, 55 niðjar Barkó, niðjar Sísera, niðjar Tema, 56 niðjar Nesía og niðjar Hatífa.
57 Niðjar þræla Salómons: niðjar Sótaí, niðjar Sóferets, niðjar Perída, 58 niðjar Jaala, niðjar Darkóns, niðjar Giddels, 59 niðjar Sefatja, niðjar Hattils, niðjar Pókeret Hassebaíms og niðjar Amóns.
60 Musterisþjónarnir og niðjar þræla Salómons voru alls 392.
61 Þetta eru þeir sem komu upp eftir frá Tel Mela, Tel Harsa, Kerúb Addón og Immer en gátu ekki sýnt fram á að fjölskylda þeirra og ætt væri frá Ísrael: 62 niðjar Delaja, niðjar Tobía og niðjar Nekóda: 642.
63 Auk þess þessir af prestunum: niðjar Hobaja, niðjar Kós og niðjar Barsillaí en hann hafði kvænst einni af dætrum Barsillaí frá Gíleað og tekið sér nafn hans.
64 Þessir menn leituðu nafna sinna í ættartölunum en þar sem þau fundust ekki voru þeir sviptir prestsembætti. 65 Landstjórinn bannaði þeim að neyta af hinu háheilaga fyrr en prestur gengi fram með úrím og túmmím.
66 Allur söfnuðurinn var 42.360 manns. 67 Að auki voru þrælar þeirra og ambáttir 7337 og þeir höfðu einnig 245 söngvara og söngkonur. 68 Þeir áttu 736 hesta, 245 múldýr, 69 435 úlfalda og 6720 asna.
70 Nokkrir af ættarhöfðingjunum gáfu gjafir til verksins. Landstjórinn gaf þúsund gullpeninga, 50 skálar, 530 prestaskrúða. 71 Nokkrir af ættarhöfðingjunum gáfu 20.000 gullpeninga og 2200 mínur silfurs. 72 Aðrir gáfu 20.000 gullpeninga, 2000 mínur silfurs og 67 prestaskrúða.
73 Prestarnir, Levítarnir, hliðverðirnir, söngvararnir, ýmsir almennir borgarar, musterisþjónarnir og allir Ísraelsmenn settust að í borgum sínum. Ísraelsmenn höfðu sest að í borgum sínum þegar sjöundi mánuðurinn hófst.