Sálmarnir 150. kafli2017-12-30T21:02:22+00:00
Sálmarnir 150. kafli

1Hallelúja.
Lofið Guð í helgidómi hans,
lofið hann í voldugri festingu hans.
2Lofið hann fyrir máttarverk hans,
lofið hann vegna mikillar hátignar hans.
3Lofið hann með lúðurhljómi,
lofið hann með hörpu og gígju.
4Lofið hann með bumbum og gleðidansi,
lofið hann með flautum og strengjaleik.
5Lofið hann með hljómandi skálabumbum,
lofið hann með hvellum skálabumbum.
6Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin.
Hallelúja.

Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.