Ættbálkur Júda

1 Synir Júda voru Peres, Hesrón og Karmí og Húr og Sóbal. 2 Og Reaja, sonur Sóbals, gat Jahat og Jahat gat Ahúmaí og Lahad. Þetta eru ættir Sóreatíta.
3 Og þetta voru synir Etams: Jesreel og Jisma og Jídbas og Haselelpóní var systir þeirra. 4 Og Penúel var faðir Gedórs og Eser faðir Húsa. Þetta voru synir Húrs, frumburðar Efrata, föður Betlehems.
5 Og Ashúr, faðir Tekóa, átti tvær konur, Heleu og Naeru. 6 Og Naera ól honum Ahússam og Hefer og Temní og Ahastaríta. Þeir voru synir Naeru. 7 Synir Heleu voru Seret, Jísehar og Etnan. 8 Og Kós gat Anúb og Sóbeba og ættir Aharhels, sonar Harúms.
9 Og Jaebes var í mestum metum af bræðrum sínum. Móðir hans nefndi hann Jaebes því að hún sagði: „Ég ól hann með kvölum.“[ 10 En Jaebes hrópaði til Guðs Ísraels og sagði: „Blessaðu mig. Auktu við land mitt. Hönd þín sé með mér og bægðu frá mér böli svo að ég þurfi ekki að líða kvalir.“ Guð veitti honum það sem hann bað um.
11 Og Kelúb, bróðir Súha, gat Mehír. Hann var faðir Estóns 12 og Estón gat Bet Rafa og Pasea og Tehinna, föður Nahasar. Þetta eru mennirnir frá Reka. 13 Og synir Kenasar voru Otníel og Seraja. Og synir Otníels voru Hatat og Meontaí. 14 Og Meontaí gat Ofra. Og Seraja gat Jóab, föður Ge Harasíms því að þeir voru smiðir.
15 Og synir Kalebs Jefúnnesonar voru Ír og Ela og Naam. Og sonur Ela var Kenas.
16 Og synir Jehaleels voru Síf og Sífa og Tirja og Asareel.
17 Og synir Esra voru Jeter og Mered og Efer og Jalon. Jeter gat Mirjam og Sammaí og Jísba, föður Estemóa. 18 Og Mered átti tvær konur, aðra frá Egyptalandi, hina frá Júda. Og egypska konan ól honum Jered, föður Gedors, og Heber, föður Sókó, og Jekútíel, föður Sanóa. Þetta voru synir Bitju, dóttur faraós, sem Mered hafði tekið sér fyrir konu, 19 og synir hans með konu sinni frá Júda, systur Nahams, föður Kegílu, voru Garmíti og Maakíti Estemóa.
20 Og synir Símonar voru Amnon og Rinna, Ben Hanan og Tílon. Og synir Jíseí voru Sóhet og Ben Sóhet.
21 Synir Sela, sonar Júda, voru Er, faðir Leka, og Laeda, faðir Maresa, og ættir línvefaranna í vefstofunni í Asbea, 22 einnig Jókím og mennirnir frá Kóseba og Jóas og Saraf sem höfðu farið með völd í Móab en sneru aftur til Betlehem eins og segir í gömlum frásögnum. 23 Þeir voru leirkerasmiðir og bjuggu í Netaím og Gedera. Þeir unnu fyrir konunginn og bjuggu hjá honum.

Ættbálkur Símeons

24 Synir Símeons voru Nemúel og Jamín og Jaríb og Sera og Sál. 25 Sonur hans var Sallúm, sonur hans Mibsam og sonur hans Misma. 26 Og synir Misma voru Hammúel, sonur hans, Sakkúr, sonur hans og Símeí, sonur hans. 27 Símeí átti sextán syni og sex dætur. En bræður hans voru ekki barnmargir og allar ættir þeirra voru ekki jafnfjölmennar og Júdamenn.
28 Þeir bjuggu í Beerseba og Mólada og Hasar Súal 29 og Bílha og Esem og Tólad 30 og Betúel og Harma og Siklag 31 og Bet Markabót og Hasar Súsím og Bet Bíreí og Saaraím. Þetta voru borgir þeirra þar til Davíð varð konungur 32 og þorp þeirra voru Etam og Aín, Rimmon og Tóken og Asan, fimm borgir 33 og öll þau þorp, sem voru umhverfis, allt til Baal. Á þessum stöðum bjuggu þeir og þeir skráðu sína eigin ættartölu.
34 Og Mesóbab og Jamlek og Jósa Amasjason 35 og Jóel og Jehú Jósibjason, Serajasonar, Asíelssonar 36 og Eljóenaí og Jaakóba og Jesóhaja og Asaja og Adíel og Jesímíel og Benaja 37 og Sísa Sífeíson, Allonssonar, Jedajasonar, Simrísonar, Semajasonar. 38 Þeir sem hér voru nefndir voru höfðingjar í ættum sínum og urðu ættir þeirra mjög fjölmennar. 39 Þeir héldu því þaðan í áttina til Gedór, alveg austur fyrir dalinn, til að leita haglendis fyrir fénað sinn. 40 Og þeir fundu grösugt og gott haglendi og landrými var þar mikið. Þar var kyrrt og friðsælt því að þar höfðu niðjar Kams búið áður. 41 Á dögum Hiskía, konungs í Júda, komu þeir sem hér voru nefndir, eyddu tjöldum þeirra og drápu Meúníta sem þar voru fyrir og helguðu þá banni. Þeir hafa búið þar síðan því að þar var haglendi fyrir fénað þeirra. 42 Og fimm hundruð af niðjum Símeons fóru til Seírfjalla og fóru fyrir þeim Pelatja og Nearja og Refaja og Ússíel, synir Jíseí. 43 Þeir drápu síðustu leifar Amalekíta og þar hafa þeir búið allt til þessa dags.