Sálmarnir 87. kafli2017-12-30T21:02:06+00:00
Sálmarnir 87. kafli

1 Kóraítasálmur. Ljóð.
Drottinn grundvallaði borg sína á heilögum fjöllum.
2Hann elskar hlið Síonar
meira en alla bústaði Jakobs,
3dýrlega er talað um þig,
þú borg Guðs. (Sela)
4Fólk frá Egyptalandi [ og Babýlon tel ég til játenda minna,
einnig fólk frá Filisteu, Týrus og Kús:
Þetta fólk er fætt þar.
5Um Síon mun sagt verða:
Hér eru allir fæddir,
Hinn hæsti lagði grunn að henni.
6Drottinn skrásetur þegar hann telur þjóðirnar:
Þessir eru fæddir þar. (Sela)
7Þeir syngja og dansa og segja:
„Allar uppsprettur mínar eru í þér.“

Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.