Land ættbálks Júda

1 Það land sem ættbálki niðja Júda, hverri ætt fyrir sig, féll til eftir hlutkesti, lá að landsvæði Edóms og suður að Síneyðimörk lengst í suðri. 2 Suðurlandamæri þeirra lágu frá strönd Saltasjávar,[ frá víkinni við suðurenda vatnsins. 3 Þaðan liggja þau sunnan við Sporðdrekastíginn og til Sín, síðan upp á við sunnan við Kades Barnea, þá yfir til Hesrón, þaðan upp til Adar og í boga til Karka. 4 Þá liggja þau til Asmón og allt að Egyptalandsá og loks til sjávar. Þetta eru suðurlandamæri Júdaættbálks.
5 Austurlandamærin voru Saltavatn að ósum Jórdanar.
Landamærin norðan megin lágu frá víkinni við ósa Jórdanar, 6 þaðan upp til Bet Hogla og áfram norðan við Bet Araba og að steini Bóhans Rúbenssonar. 7 Síðan lágu landamærin upp frá Akordalnum til Debír og þaðan í norður til Gilgal gegnt stígnum til Adúmmím sem er sunnan við gilið. Þaðan lágu landamærin yfir að En-Semesvatni og þaðan í stefnu að Rógellind. 8 Þau lágu upp Hinnomssonardal sunnan við fjallsöxl Jebúsíta, það er Jerúsalem. Þaðan lágu þau upp á tind fjallsins sem er vestur af Hinnomssonardal við norðurenda Refaímsléttu. 9 Frá fjallstindinum sveigðu landamærin niður að Neftóalind og lágu þaðan til borganna á Efronfjalli. Þá sveigðu landamærin niður í átt til Baala, það er Kirjat Jearím. 10 Frá Baala sveigðu landamærin í vestur í átt að Seírfjalli, síðan yfir á norðuröxl Jearímfjalls, það er Kesalon, þaðan ofan til Bet Semes og þaðan yfir til Timna. 11 Þá lágu landamærin út að norðuröxl Ekron, sveigðu í átt að Síkrón, síðan yfir til Baalafjalls og því næst út dalinn til Jabneel og loks til sjávar.
12 Vesturmörkin voru hafið mikla og ströndin. Þetta voru landamærin umhverfis land Júdamanna, allra ætta þeirra.

Kaleb og Aksa, dóttir hans

13 Jósúa fékk Kaleb Jefúnnesyni landspildu mitt á meðal Júdamanna, eins og Drottinn hafði boðið honum. Var það Kirjat Arba en Arba var faðir Anaks, það er Hebron. 14 Kalek flæmdi þrjá syni Anaks þaðan, þá Sesaí, Ahíman og Talmaí.
15 Þaðan hélt hann gegn íbúum Debír sem áður nefndist Kirjat Sefer. 16 Þá sagði Kaleb: „Þeim mun ég gefa Aksa, dóttur mína, að konu sem sigrar Kirjat Sefer og nær henni á sitt vald.“
17 Otníel Kenasson, bróðir Kalebs, náði borginni og Kaleb gaf honum Aksa, dóttur sína, að eiginkonu. 18 Þegar hún kom til hans fékk hann hana til að biðja föður sinn um akurland. Þegar hún steig af asnanum spurði Kaleb hana: „Hvað vilt þú?“ 19 Hún svaraði: „Blessaðu mig með gjöf. Þú gafst mig til hins skrælnaða Suðurlands, gefðu mér því brunna með vatni.“ Þá gaf Kaleb henni efri og neðri brunnana.

Borgirnar í Júda

20 Þetta er erfðaland niðja Júda, hverrar ættar fyrir sig. 21 Þetta eru borgirnar á landsvæði ættbálks niðja Júda:
Borgirnar á landi ættbálks Júdaniðja í Suðurlandinu við landamærin að Edóm voru þessar: Kabseel, Eder, Jagúr, 22 Kína, Dímóna, Adada, 23 Kedes, Hasór og Jítnan, 24 Síf, Telem, Bealót, 25 Hasór Hadatta og Keríjót Hesrón, það er Hasór, 26 Amam, Sema, Mólada, 27 Hasar Gadda, Hesmon, Bet Pelet, 28 Hasar Súal, Beerseba og borgirnar sem henni heyrðu til, 29 Baala, Ijím, Esem, 30 Eltólað, Kesíl, Horma, 31 Siklag, Madmanna, Sansanna, 32 Lebaót, Silhím, Ain og Rimmon, alls tuttugu og níu borgir ásamt þorpunum sem þeim heyrðu til.
33 Á láglendinu voru þessar borgir: Estaól, Sórea, Asna, 34 Sanóa, En Ganním, Tappúa og Enam, 35 Jarmút, Adúllam, Sókó, Aseka, 36 Saaraím, Adítaím, Gedera og Gederótaím, alls fjórtán borgir og þorpin sem heyrðu þeim til. 37 Senan, Hadasa, Migdal Gað, 38 Dílean, Mispe, Jokteel, 39 Lakís, Boskat, Eglon, 40 Kabbón, Lahmas, Kitlís, 41 Gederót, Bet Dagón, Naama og Makkeda, alls sextán borgir og þorpin sem heyrðu þeim til. 42 Líbna, Eter, Asan, 43 Jifta, Asna, Nesíb, 44 Kegíla, Aksíb og Maresa, alls níu borgir og þorpin sem heyrðu þeim til. 45 Ekron og minni bæir og þorp sem heyrðu henni til, 46 og allar borgir frá Ekron, nærri Asdód, og þorpin sem heyrðu þeim til, 47 Asdód og minni bæir og þorp sem heyra henni til og Gasa og minni bæir og þorp sem heyra henni til, allt að Egyptalandsá og hafinu mikla og ströndinni.
48 Í fjalllendinu voru þessar borgir: Samír, Jattír, Sókó, 49 Danna, Kirjat Sanna, það er Debír, 50 Anab, Estemó, Aním, 51 Gósen, Hólon og Gíló, alls ellefu borgir og þorpin sem þeim heyrðu til. 52 Arab, Dúma, Esean, 53 Janúm, Bet Tappúa, Afeka, 54 Húmta, Kirjat Arba, það er Hebron, og Síor, alls níu borgir og þorpin sem heyrðu þeim til. 55 Maon, Karmel, Síf, Júta, 56 Jesreel, Jokdeam, Sanóa, 57 Kaín, Gíbea og Timna, alls tíu borgir og þorpin sem heyra þeim til. 58 Halhúl, Bet Súr, Gedór, 59 Maarat, Bet Anót og Eltekón, alls sex borgir og þorpin sem heyrðu þeim til. Tekóa, Efrata, það er Betlehem, Fagór Etam, Kúlon, Tatami, Sóres, Karem, Gallím, Baiter og Manókó, alls ellefu borgir og þorpin sem heyrðu þeim til. 60 Kirjat Baal, það er Kirjat Jearím, og Rabba, tvær borgir og þorpin sem heyrðu þeim til.
61 Í eyðimörkinni voru þessar borgir: Bet Araba, Middín, Sekaka, 62 Nibsan, Saltborgin og Engedí, alls sex borgir og þorpin sem heyrðu þeim til.
63 Júdamenn gátu ekki hrakið Jebúsítana sem bjuggu í Jerúsalem burt svo að Jebúsítar búa í Jerúsalem ásamt Júdamönnum enn í dag.