1 Til söngstjórans. Davíðssálmur.
Hjá Drottni leita ég hælis,
hvernig getið þér sagt við mig:
„Fljúgðu sem fugl til fjalla.“
2Sjá, hinir óguðlegu hafa spennt boga,
lagt örvar á streng til að hæfa hina hjartahreinu í skjóli myrkurs.
3Sé grunnurinn brostinn,
hvað megnar þá hinn réttláti?
4Drottinn er í sínu heilaga musteri,
hásæti Drottins er á himnum.
Augu hans sjá,
sjónir hans reyna mannanna börn.
5Drottinn reynir réttlátan og ranglátan,
hann hatar þann sem elskar ofríki.
6Yfir óguðlega lætur hann rigna glóandi kolum;
eldur, brennisteinn og glóðheitur vindur er hlutskipti þeirra
7því að Drottinn er réttlátur, hann elskar rétta breytni,
hinn ráðvandi fær að sjá auglit hans.