Sálmarnir 123. kafli2017-12-30T21:02:16+00:00
Sálmarnir 123. kafli

1 Helgigönguljóð.
Til þín hef ég augu mín,
þú sem situr á himnum.
2Eins og þjónar mæna á hönd húsbænda sinna
og eins og þerna mænir á hönd húsmóður sinnar
horfa augu vor til Drottins Guðs vors
uns hann líknar oss.
3Líkna oss, Drottinn, líkna oss
því að vér höfum fengið meira en nóg af spotti,
4vér höfum fengið meira en nóg af háði hrokafullra,
af spotti dramblátra.

Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.