Sálmarnir 126. kafli2017-12-30T21:02:16+00:00
Sálmarnir 126. kafli

1 Helgigönguljóð.
Þegar Drottinn sneri við hag Síonar [
var sem oss dreymdi.
2Þá fylltist munnur vor hlátri
og tungur vorar fögnuði.
Þá sögðu menn meðal þjóðanna:
„Mikla hluti hefur Drottinn gert við þá.“
3Drottinn hefur gert mikla hluti við oss,
vér vorum glaðir.
4Snú við hag vorum, Drottinn,
eins og þú fyllir þurra farvegi í Suðurlandi.
5Þeir sem sá með tárum
munu uppskera með gleðisöng.
6Grátandi fara menn
og bera sáðkorn til sáningar,
með gleðisöng koma þeir aftur
og bera kornbindin heim.

Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.