Áfangastaðir Ísraels á leið til Kanaanslands

1 Þetta eru áfangar Ísraelsmanna sem fóru út úr Egyptalandi í herfylkingum undir stjórn Móse og Arons. 2 Móse skráði staðina, sem þeir héldu frá í hverjum áfanga, að boði Drottins. Þetta eru áfangar þeirra miðað við brottfararstaði.
3 Þeir lögðu af stað frá Ramses í fyrsta mánuðinum, fimmtánda dag fyrsta mánaðarins. Morguninn eftir páska héldu Ísraelsmenn af stað með djörfung [ í augsýn allra Egypta. 4 En Egyptar voru þá að grafa alla þá sem Drottinn hafði deytt, alla frumburðina, og Drottinn framfylgdi refsidómum sínum á guðum þeirra. 5 Ísraelsmenn lögðu af stað frá Ramses og settu búðir sínar í Súkkót. 6 Þeir lögðu af stað frá Súkkót og settu búðir sínar í Etam sem er í jaðri eyðimerkurinnar. 7 Þeir lögðu af stað frá Etam, sneru síðan til Pí Hakírót, sem er gegnt Baal Sefón, og settu búðir sínar gegnt Mígdol. 8 Þeir lögðu af stað frá Pí Hakírót og fóru mitt í gegnum hafið í átt til eyðimerkurinnar. Síðan gengu þeir í þrjá daga um Etamseyðimörk og settu búðir sínar í Mara. 9 Þeir lögðu af stað frá Mara og komu til Elím. Í Elím voru tólf uppsprettur og sjötíu pálmar og þeir settu búðir sínar þar. 10 Þeir lögðu af stað frá Elím og settu búðir sínar við Sefhafið. 11 Þeir lögðu af stað frá Sefhafinu og settu búðir sínar í Síneyðimörk. 12 Þeir lögðu af stað frá Síneyðimörk og settu búðir sínar í Dofka. 13 Þeir lögðu af stað frá Dofka og settu búðir sínar í Alús. 14 Þeir lögðu af stað frá Alús og settu búðir sínar í Refídím. Þar var ekkert vatn handa fólkinu að drekka. 15 Þeir lögðu af stað frá Refídím og settu búðir sínar í Sínaíeyðimörk. 16 Þeir lögðu af stað frá Sínaíeyðimörk og settu búðir sínar í Kibrót-Hattava. 17 Þeir lögðu af stað frá Kibrót Hattava og settu búðir sínar í Haserót. 18 Þeir lögðu af stað frá Haserót og settu búðir sínar í Ritma. 19 Þeir lögðu af stað frá Ritma og settu búðir sínar í Rimmón Peres. 20 Þeir lögðu af stað frá Rimmón Peres og settu búðir sínar í Líbna. 21 Þeir lögðu af stað frá Líbna og settu búðir sínar í Ríssa. 22 Þeir lögðu af stað frá Ríssa og settu búðir sínar í Kehelata. 23 Þeir lögðu af stað frá Kehelata og settu búðir sínar við Seferfjall. 24 Þeir lögðu af stað frá Seferfjalli og settu búðir sínar í Harada. 25 Þeir lögðu af stað frá Harada og settu búðir sínar í Makkelót. 26 Þeir lögðu af stað frá Makkelót og settu búðir sínar í Tahat. 27 Þeir lögðu af stað frá Tahat og settu búðir sínar í Tara. 28 Þeir lögðu af stað frá Tara og settu búðir sínar í Mítka. 29 Þeir lögðu af stað frá Mítka og settu búðir sínar í Hasmóna. 30 Þeir lögðu af stað frá Hasmóna og settu búðir sínar í Móserót. 31 Þeir lögðu af stað frá Móserót og settu búðir sínar í Bene Jaakan. 32 Þeir lögðu af stað frá Bene Jaakan og settu búðir sínar í Hór Haggíðgað. 33 Þeir lögðu af stað frá Hór Haggíðgað og settu búðir sínar í Jótbata. 34 Þeir lögðu af stað frá Jótbata og settu búðir sínar í Abróna. 35 Þeir lögðu af stað frá Abróna og settu búðir sínar í Esjón Geber. 36 Þeir lögðu af stað frá Esjón Geber og settu búðir sínar í Síneyðimörk, það er að segja í Kades. 37 Þeir lögðu af stað frá Kades og settu búðir sínar við Hórfjall, í jaðri lands Edóms. 38 Aron prestur gekk upp á fjallið Hór að boði Drottins og dó þar á fertugasta ári eftir brottför Ísraelsmanna frá Egyptalandi, fyrsta dag fimmta mánaðar. 39 Aron var hundrað tuttugu og þriggja ára þegar hann dó á Hórfjalli. 40 Kanverjinn, konungur Arads, sem bjó í Negeb í Kanaanslandi, frétti að Ísraelsmenn væru að koma. 41 Þeir lögðu af stað frá Hórfjalli og settu búðir sínar í Salmóna. 42 Þeir lögðu af stað frá Salmóna og settu búðir sínar í Fúnón. 43 Þeir lögðu af stað frá Fúnón og settu búðir sínar í Óbot. 44 Þeir lögðu af stað frá Óbot og settu búðir sínar í Íje Haabarím við landamæri Móabs. 45 Þeir lögðu af stað frá Íjím og settu búðir sínar í Díbon Gað. 46 Þeir lögðu af stað frá Díbon Gað og settu búðir sínar í Almon Díblataím. 47 Þeir lögðu af stað frá Almon Díblataím og settu búðir sínar í Abaraímfjöllum gegnt Nebó. 48 Þeir lögðu af stað frá Abaraímfjöllum og settu búðir sínar á gresjunum í Móab við Jórdan gegnt Jeríkó. 49 Þeir settu búðir sínar við Jórdan, frá Bet Jesímót til Abel Sittím á gresjunum í Móab.

Fyrirmæli um skiptingu landsins vestan við Jórdan

50 Drottinn talaði til Móse á gresjunum í Móab við Jórdan gegnt Jeríkó og sagði:
51 „Ávarpaðu Ísraelsmenn og segðu við þá: Þegar þið farið yfir Jórdan inn í Kanaansland 52 skuluð þið hrekja alla íbúa landsins undan ykkur og eyða öllum skurðgoðum þeirra. 53 Þið skuluð taka landið til eignar og setjast þar að því að ég fékk ykkur landið til þess að þið tækjuð það til eignar. 54 Þið skuluð skipta landinu í erfðalönd með hlutkesti á milli ættbálka ykkar. Þið skuluð fá fjölmennum ættbálki stórt erfðaland en fámennum lítið. Hlutkestið ræður eign hvers og eins. 55 Ef þið hrekið ekki íbúa landsins undan ykkur verða þeir sem þið skiljið eftir þyrnir í augum ykkar og broddur í síðu ykkar. Þeir munu þrengja að ykkur í landinu þar sem þið setjist að. 56 Þá mun ég fara með ykkur eins og ég ætlaði að fara með þá.“