1 Sálmur Davíðs þá er hann flýði fyrir Absalon syni sínum.
2Drottinn, hversu margir eru óvinir mínir,
margir rísa gegn mér,
3margir segja um mig:
„Hann fær enga hjálp frá Guði.“ (Sela [ )
4En þú, Drottinn, ert skjöldur minn,
sæmd mín og lætur mig bera höfuðið hátt.
5Ég hrópa hátt til Drottins
og hann svarar af sínu heilaga fjalli. (Sela)
6Ég leggst til hvíldar og sofna,
ég vakna því að Drottinn hjálpar mér.
7Ég óttast eigi þó að óvígur her
fylki sér gegn mér á alla vegu.
8Rís upp, Drottinn, bjarga mér, Guð minn,
því að þú löðrungar fjandmenn mína,
brýtur tennur óguðlegra.
9Hjálpin kemur frá Drottni.
Blessun þín komi yfir lýð þinn. (Sela)