1 Davíðssálmur.
Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er,
heimurinn og þeir sem í honum búa,
2því að hann grundvallaði hana á hafinu,
festi hana á vötnunum.
3Hver fær að stíga upp á fjall Drottins
og hver fær að dveljast á hans helga stað?
4Sá sem hefur flekklausar hendur og hreint hjarta,
sækist ekki eftir hégóma
og vinnur ekki rangan eið.
5Hann hlýtur blessun frá Drottni
og réttlæti frá Guði, frelsara sínum.
6Þetta er sú kynslóð sem leitar hans,
þráir auglit þitt, Jakobs Guð. (Sela)
7Þér hlið, lyftið höfðum yðar,
hefjið yður, þér öldnu dyr,
svo að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.
8Hver er þessi konungur dýrðarinnar?
Það er Drottinn, hin volduga hetja,
Drottinn, bardagahetjan.
9Þér hlið, lyftið höfðum yðar,
hefjið yður, þér öldnu dyr,
svo að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.
10Hver er þessi konungur dýrðarinnar?
Það er Drottinn hersveitanna,
hann er konungur dýrðarinnar. (Sela)