Niðjatal sona Leví

1 Synir Leví voru Gersom, Kahat og Merarí. 2 Og þetta eru nöfn sona Gersoms: Lební og Símeí. 3 Og synir Kahats voru Amram og Jísehar og Hebron og Ússíel. 4 Synir Merarí voru Mahelí og Músí.
Þetta eru ættir Levíta, taldar frá ættfeðrum þeirra. 5 Frá Gersom: Libní, sonur hans, Jahat, sonur hans, Simma, sonur hans, 6 Jóa, sonur hans, Íddó, sonur hans, Sera, sonur hans, og Jeatraí, sonur hans. 7 Synir Kahats voru Ammínadab, sonur hans, Kóra, sonur hans, Assír, sonur hans, 8 Elkana, sonur hans, Ebjasaf, sonur hans, Assír, sonur hans, 9 Tahat, sonur hans, Úríel, sonur hans, Ússía, sonur hans, og Sál, sonur hans. 10 Og synir Elkana voru Amasaí og Ahímót, 11 Elkana, sonur hans, Sofaí, sonur hans, Nahat, sonur hans, 12 Elíab, sonur hans, Jeróham, sonur hans, Elkana, sonur hans, og Samúel, sonur hans. 13 Og synir Samúels voru Jóel, frumburðurinn, og Abía, næstur honum. 14 Synir Merarí voru Mahlí, Libní, sonur hans, Simeí, sonur hans, Ússa, sonur hans, 15 Símea, sonur hans, Haggía, sonur hans, og Asaja, sonur hans.

Ættir söngvaranna í musterinu

16 Þetta eru þeir menn sem Davíð setti til að stjórna söng[ í húsi Drottins þegar örkinni hafði verið búinn þar staður.[ 17 Þeir höfðu gegnt þjónustu með söng fyrir framan bústað Drottins í samfundatjaldinu þar til Salómon reisti Drottni hús í Jerúsalem. Gegndu þeir þjónustu sinni samkvæmt þeim reglum sem þeim voru settar. 18 Þeir sem gegndu þessari þjónustu ásamt sonum sínum voru:
Af sonum Kahatíta: söngvarinn Heman Jóelsson, Samúelssonar, 19 Elkanasonar, Jeróhamssonar, Elíelssonar, Tóasonar, 20 Súfssonar, Elkanasonar, Mahatssonar, Amasaísonar, 21 Elkanasonar, Jóelssonar, Asaríasonar, Sefaníasonar, 22 Tahatssonar, Assírssonar, Ebjasafssonar, Kórasonar, 23 Jíseharssonar, Kahatssonar, Levísonar, Ísraelssonar.
24 Bróðir hans var Asaf sem stóð honum til hægri handar, Asaf Berekíason, Símeasonar, 25 Míkaelssonar, Maasejasonar, Malkíasonar, 26 Etnísonar, Serasonar, Adajasonar, 27 Etanssonar, Simmasonar, Símmeísonar, 28 Jahatssonar, Gersomssonar, Levísonar.
29 Af sonum Merarí, bræðrum þeirra, stóðu honum til vinstri handar: Etan Kísíson, Abdísonar, Mallúkssonar, 30 Hasabjasonar, Amasjasonar, Hilkíasonar, 31 Amsísonar, Banísonar, Semerssonar, 32 Mahelísonar, Músísonar, Merarísonar, Levísonar.
33 Og bræðrum þeirra, Levítunum, var ætluð öll þjónusta í bústað Drottins í húsi Guðs. 34 En Aron og synir hans færðu fórnir á brennifórnaraltarinu og reykelsisaltarinu. Þeir gegndu allri þjónustu í hinu allra helgasta og friðþægðu fyrir Ísrael að öllu leyti eins og Móse, þjónn Guðs, hafði lagt fyrir.

Niðjatal Arons

35 Þetta voru synir Arons: sonur hans Eleasar, sonur hans Pínehas, sonur hans Abísúa, 36 sonur hans Búkkí, sonur hans Ússí, sonur hans Serahja, 37 sonur hans Merajót, sonur hans Amaría, sonur hans Ahítúb, 38 sonur hans Sadók og sonur hans Akímaas.

Borgir Levíta

39/40 Dvalarstaðir Levíta, taldir eftir afgirtum tjaldbúðum á landsvæði þeirra, voru:
Sonum Arons af ætt Kahatíta fengu þeir Hebron í landi Júda ásamt beitilandinu umhverfis því að fyrsti hluturinn féll á þá. 41 En akurland borgarinnar ásamt þorpunum, sem henni heyrðu til, fengu þeir Kaleb Jefúnnesyni. 42 Þeir fengu sonum Arons griðaborgina Hebron, enn fremur Líbna ásamt beitilöndum, Jattír og Estamóa ásamt beitilöndum 43 og Hólon ásamt beitilöndum og Debír ásamt beitilöndum 44 og Asan ásamt beitilöndum og Bet Semes ásamt beitilöndum. 45 Frá ættbálki Benjamíns fengu þeir þeim Geba ásamt beitilöndum og Allemet ásamt beitilöndum og Anatót ásamt beitilöndum. Alls voru borgir þeirra þrettán ásamt beitilöndum.
46 Aðrar ættir sona Kahats hlutu tíu borgir með hlutkesti frá ættum Efraímsættbálks og Dansættbálks og hálfum Manasseættbálki.
47 Ættir sona Gersoms hlutu þrettán borgir með hlutkesti frá ættbálki Íssakars og ættbálki Assers og ættbálki Naftalí og hálfum ættbálki Manasse í Basan.
48 Ættir sona Merarí hlutu tólf borgir með hlutkesti frá ættbálki Rúbens og ættbálki Gaðs og ættbálki Sebúlons.
49 Ísraelsmenn fengu Levítunum þessar borgir ásamt beitilöndum þeirra. 50 Þeir létu þær af hendi með hlutkesti. Synir Arons fengu þessar borgir, sem nefndar hafa verið, með hlutkesti frá ættbálki sona Júda og ættbálki sona Símeons og ættbálki sona Benjamíns.
51 Ættir þeirra sona Kahats, sem voru Levítar, fengu þessar borgir frá ættbálki Efraíms: 52 Þeim var fengin griðaborgin Síkem ásamt beitilöndum hennar á Efraímsfjöllum og Geser ásamt beitilöndum 53 og Jokmeam ásamt beitilöndum og Bet Hóron ásamt beitilöndum 54 og Ajalon ásamt beitilöndum og Gat Rimmon ásamt beitilöndum. 55 Og frá hálfum ættbálki Manasse fengu þeir Aner ásamt beitilöndum og Jíbleam ásamt beitilöndum. Þessar borgir hlutu ættir annarra sona Kahats.
56 Synir Gersoms fengu frá ættunum í hálfum Manasseættbálki: Gólan í Basan ásamt beitilöndum og Astarót ásamt beitilöndum. 57 Og frá ættbálki Íssakars fengu þeir Kedes ásamt beitilöndum og Dabrat ásamt beitilöndum 58 og Ramót ásamt beitilöndum og Anem ásamt beitilöndum. 59 Og frá ættbálki Assers fengu þeir Masal ásamt beitilöndum og Abdón ásamt beitilöndum 60 og Húkok ásamt beitilöndum og Rehób ásamt beitilöndum. 61 Og frá ættbálki Naftalí fengu þeir Kedes í Galíleu ásamt beitilöndum og Hammót ásamt beitilöndum og Kirjataím ásamt beitilöndum.
62 Synir Merarí, sem enn voru eftir, fengu þessar borgir frá ættbálki Sebúlons: Rimmónó ásamt beitilöndum og Tabór ásamt beitilöndum.
63 Frá ættbálki Rúbens fengu þeir Beser í eyðimörkinni ásamt beitilöndum, Jahsa ásamt beitilöndum, 64 Kedemót ásamt beitilöndum og Mefaat ásamt beitilöndum í landinu handan við Jórdan.
65 Og frá ættbálki Gaðs fengu þeir Ramót í Gíleað ásamt beitilöndum, Mahanaím ásamt beitilöndum, 66 Hesbon ásamt beitilöndum og Jaser ásamt beitilöndum.