1 Davíðssálmur.
Tjáið Drottni vegsemd, þér guðasynir,
tjáið Drottni vegsemd og vald.
2Tjáið Drottni dýrð þá er nafni hans hæfir,
fallið fram fyrir Drottin í helgum skrúða.
3Raust Drottins hljómar yfir vötnunum, [
Guð dýrðarinnar lætur þrumur drynja,
Drottinn ríkir yfir hinum miklu vötnum.
4Raust Drottins hljómar með krafti,
raust Drottins hljómar með tign.
5Raust Drottins brýtur sedrustré,
Drottinn brýtur sundur sedrustrén á Líbanon.
6Hann lætur Líbanon hoppa eins og kálf,
Sirjonfjall eins og villinaut.
7Raust Drottins klýfur eldinn í loga,
8raust Drottins lætur eyðimörkina skjálfa,
Drottinn lætur Kadesauðnina nötra.
9Raust Drottins lætur hindirnar bera,
flettir berki af trjánum
og allt í helgidómi hans segir: Dýrð!
10Drottinn situr í hásæti yfir flóðinu,
Drottinn ríkir sem konungur um eilífð.
11Drottinn veitir lýð sínum styrk,
Drottinn blessar lýð sinn með friði.